Íslenski boltinn

Grótta með mikilvægan sigur í botnbaráttunni

Gunnar Guðmundsson og lærisveinar hans í Gróttu unnu mikilvægan sigur á BÍ/Bolungarvík.
Gunnar Guðmundsson og lærisveinar hans í Gróttu unnu mikilvægan sigur á BÍ/Bolungarvík. mynd/heimasíða gróttu
Tveir leikir voru að klárast í 1. deild karla í fótbolta. Grótta vann gríðarlega mikilvægan sigur á BÍ/Bolungarvík, 2-1, á Seltjarnarnesi. Þá gerðu Fram og Grindavík 1-1 jafntefli á heimavelli Frammara.

Grótta komst í 2-0 með mörkum frá Hilmari Þór Hilmarssyni og Pétri Árnasyni en Loic Cedric Mbang Ondo skoraði mark BÍ/Bolungarvíkur.

Grótta er fyrir vikið aðeins stigi á eftir Selfossi, er með 8 stig í 11. sæti en Selfoss er með 9 stig í 10. sæti. BÍ/Bolungarvík er á botninum með 4 stig.

Fram komst yfir gegn Grindavík með marki frá Brynjari Benediktssyni á 34. mínútu en Magnús Björgvinsson jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok.

Fram er í 9. sæti með 11 stig eftir þetta jafntefli en Grindavík er sem fyrr í 6. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×