Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍA 1-1 | Garðar hetja tíu Skagamanna Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum skrifar 18. júlí 2015 18:15 Garðar skoraði jöfnunarmark ÍA. vísir/ernir Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, við ÍA á Samsung-vellinum í dag í fyrsta leik tólftu umferðar. Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik en Garðar Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir Skagamenn sem spiluðu einum færri síðasta klukkutímann eftir að Albert Hafsteinsson var rekinn af velli. Þrátt fyrir að vera í engu leikformi og þá staðreynd að hann lenti á Íslandi seint í gærkvöldi var Guðjón Baldvinsson í byrjunarliði Stjörnunnar í dag. Rúnar Páll ekkert að bíða með að henda týnda syni Garðabæjar í djúpu laugina. Það var líka hárrétt ákvörðun. Guðjón minnti á færni sína og hraða eftir aðeins 40 sekúndur þegar hann sneri á varnarmann ÍA og komst alveg upp að marki Skagamanna þar sem hann missti reyndar boltann frá sér. Stjarnan reyndi mikið að koma boltanum í lappirnar á Guðjóni sem tók vel á móti honum og virkaði ótrúlega snarpur miðað við að hafa ekki spilað mikið undanfarið. Guðjóni var stillt upp í tveggja manna sóknarlínu með Jeppe Hansen. Auðvelt var að velta fyrir sér framtíð Jeppe þegar Guðjón var fenginn til liðsins en með þá tvo frammi ætti liðið að geta skorað fleiri en þrettán mörk í ellefu leikjum eins og það gerði í fyrri umferðinni. Stjarnan stýrði fyrri hálfleiknum þó Skagamenn fengu fyrsta dauðafærið. Gunnar Nielsen gerði þá frábærlega í að verja skalla Ármanns Smára af stuttu færi. Gunnar hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum en tók á honum stóra sínum í eina skiptið sem þess þurfti í fyrri hálfleik. Skaginn varðist flestum sóknarlotum Stjörnunnar í fyrri hálfleik vel. Heimamönnum gekk ekkert að senda háa bolta inn á teiginn þar sem Ármann Smári réði ríkjum í loftinu, en betur gekk Stjörnunni þegar liðið hélt boltanum á gervigrasinu. Heimamenn fengu nokkur skotfæri og fóru illa með aukaspyrnur áður en Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir með glæsilegu marki á 38. mínútu. Hann spólaði sig þá í gegnum nokkra varnarmenn ÍA og skoraði með föstu skoti. Ólafur hljóp inn í miðjan varnarpakkann hjá ÍA en komst í gegn með boltann. Það getur Gunnlaugur Jónsson ekki verið ánægður með. Michael Præst og Pablo Punyed áttu miðjuna fyrir Stjörnuna og þurftu litla hjálp frá þriðja manni í 4-4-2 kerfinu. Það hjálpaði vissulega til að Skaginn var líka að spila með tvo menn á miðjunni, en spurning er hvernig þetta mun ganga á móti betri liðum. Pablo var virkilega góður í leiknum og synd fyrir Garðbæinga að hann gat ekki klárað leikinn. El Salvadorinn var auðvitað að koma úr Gullbikarnum og þá fékk hann högg á lærið í seinni hálfleik. Hann var besti maður leiksins fram að því. Skagamenn urðu fyrir áfalli á 63. mínútu þegar Albert Hafsteinsson fór í klaufalega tæklingu á gulu spjaldi. Valdimar Pálsson, dómari leiksins, gaf honum annað gult spjald eftir smá umhugsunarfrest og hlutirnir farnir úr öskunni í eldinn fyrir gestina. Manni fleiri fengu Stjörnumenn færi til að klára leikinn en Árni Snær Ólafsson varði allt hvað af tók í markinu. Hann var góður í dag; varði frá Guðjóni og Jeppe úr dauðafærum og var fljótur út úr markinu þegar heimamenn voru að sleppa í gegn. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði frábæra skiptingur á 73. mínútu. Hún virkaði nokkuð skrítin þar sem ÍA þurfti að skora, en hann tók þá sóknarparið Ásgeir Marteinsson og Arseni Buinickij af velli. Þeir höfðu reyndar ekki afrekað neitt í leiknum. Inn á kom markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson sem jafnaði metin, 1-1, þremur mínútum síðar eftir sendingu í gegnum vörnina frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Slakt útspark var kveikjan að markinu en frábærlega gert hjá Jóni og Garðari. Garðar var aldrei að fara að gera neitt annað en að skora þegar hann komst í færið. Hann er svo mikilvægur þessu Skagaliði að orð fá því varla lýst. Eitt skot og eitt mark. Þetta eru Ole Gunnar Solskjær tölur. Lánleysi Stjörnunnar á heimavelli kórónaðist á 84. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sem Guðjón Baldvinsson fiskaði með krafti og áræðni. Ömurlega svekkjandi fyrir Stjörnuna og stuðningsmenn hennar sem létu vel heyra í sér í stúkunni að vanda. Þetta gengi Stjörnumanna á Samsung-vellinum er rannsóknarefni sem enginn í Garðabænum getur útskýrt. Íslandsmeistararnir án sigurs á teppinu og mótið rúmlega hálfnað. Skagamenn taka stiginu fegins henda og fjarlægjast fallsvæðið enn frekar. Þeir misstu ekki trúna í dag og vörðust af miklum krafti með Ármann Smára Björnsson sem sinn besta mann. Hann skallaði svo margar fyrirgjafi frá í dag að það er líklega ennisfar í boltanum eftir hann.Guðjón: Svekkjandi úrslit Guðjón Baldvinsson kom beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar í dag þrátt fyrir að lenda á Íslandi klukkan níu í gærkvöldi. "Þetta kom mér svolítið á óvart en það var bara gaman að spila. Ég hefði þó auðvitað vilja taka sigur hér í dag," sagði Guðjón við Vísi eftir leikinn. Guðjón virkaði nokkur snarpur, en hann átti nokkra góða spretti og komst nálægt því að skora í fyrsta leik sínum fyrir Stjörnuna í efstu deild. "Mér fannst ég nú reyndar frekar þungur en þetta spilaðist ágætlega. Ég vildi skora úr færinu sem ég fékk í seinni hálfleik en annars leið mér bara ágætlega," sagði Guðjón sem var ánægður með að spila fyrir uppeldisfélagið í efstu deild. "Þetta er bara æði. Þetta er flottur búningur, liðið flott og hér eru flottir stuðningsmenn. Það er gaman að vera kominn heim," sagði Guðjón. Stjarnan fékk færin til að klára leikinn og brenndi m.a. af úr vítaspyrnu undir lok leiksins. "Við vorum að spila vel en það vantaði að skora annað mark. Þetta voru svekkjandi úrslit því manni fleiri eigum við auðvitað að loka þessum leik," sagði Guðjón.Gunnlaugur: Þetta var aldrei rautt "Ég er hrikalega stoltur af strákunum," sagði sáttur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, við Vísi eftir jafnteflið í kvöld. Um skiptinguna sem hann gerði þegar sóknarparið var tekið af velli og Garðar Gunnlaugsson settur inn á sagði hann: "Þessi aðstæða hentar Garðari virkilega vel. Hann kom inn á og gerði það sem hann gerir best." Skagamenn gerðu ekki mikið fram á við þó þeir fengu nokkur færi, en Gunnlaugur var mjög ánægður með hvernig hans menn komu til leiks marki undir í seinni hálfleik. "Mér fannst við vera með stjórn á þessu í seinni hálfleik. Stjörnunni gekk illa að byggja upp spil en auðvitað var heppnin með okkur þegar þeir skutu í stöngina úr vítinu," sagði Gunnlaugur. "Mér fannst við koma virkilega flottir til leiks í seinni hálfleik og það var trú í liðinu. Ég get eiginlega ekki fundið orð fyrir þetta. Holningin á liðinu var þannig að mér fannst við vera að fara að gera eitthvað hér í dag. "Ég reiknaði þá reyndar ekki með rauða spjaldinu en manni færri fengum við stig og strákarnir eiga mikið hrós skilið í dag," sagði Gunnlaugur. Þjálfari Skagamann var mjög ósáttur við að Alberti Hafsteinssyni var hent í bað fyrir tvö gul spjöld. "Mér fannst þeta mjúkt. Ef menn eru að gefa rautt spjald fyrir seinna gula verður brotið nú að vera hressilegt. Mér fannst þetta ekki einu sinni gult spjald," sagði Gunnlaugur en bætti við: "Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég verð kannski að bíta í það súra epli að hafa rangt fyrir mér."Rúnar: Pirrandi að fá sig þetta mark "Við spiluðum mjög vel þannig það var svekkjandi að klára ekki þennan leik," sagði svekktur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Við fengum færi til að vinna leikinn og spilum í heildina frábærlega þó það var pirrandi að fá á sig þetta mark einum fleiri." Stjörnuþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna, en það gekk flest allt upp hjá Garðbæingum. "Markið kemur eftir útspark hjá okkur; boltinn bara í gegn og mark. Fyrir utan það gekk næstum allt upp en það var pirrandi að fá á sig þetta mark," sagði Rúnar. Jeppe Hansen á framtíð fyrir sér í Garðabænum þrátt fyrir að Guðjón Baldvinsson var fenginn til liðsins. Þeir spiluðu saman frammi en af hverju var Guðjón settur beint í byrjunarliði? "Ég vildi bara meiri kraft í sóknina," sagði Rúnar Páll, og bætti við um framtíð Jeppe: "Ég hefði ekki stillt þeim saman frammi í dag ef það væri ekki planið til framtíðar. Við erum bara að fá Guðjón til að styrkja liðið."Garðar: Fann að þetta var mark um leið og ég skaut Garðar Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í dag, en hann kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmarkið. "Við höfðum trú á þessu allan tímann. Þetta var vel gert hjá okkur," sagði Garðar glaðbeittur við Vísi eftir leikinn. Stjarnan var betri aðilinn í dag en Skagamenn gáfust ekki upp og uppskáru jöfnunarmark þó heppnin hafi verið með þeim þegar Halldór Orri skaut í stöngina úr vítaspyrnu. "Þeir fengu sín færi en við börðumst og hættum aldrei. Það var mikill kraftur í okkur og karakter að koma til baka," sagði Garðar. Markahrókurinn vissi að boltinn væri á leiðinni í netið um leið og hann skaut. "Ég fann það bara þegar ég hitti hann. Þetta er eins og í golfinu; maður veit að höggið er gott um leið og maður slær," sagði hann. Garðar er að koma til baka úr meiðslum en hvenær verður hann klár í að spila 90 mínútur? "Vonandi bara í næsta leik. Gulli verður að taka ákvörðun um það samt," sagði Garðar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru enn án sigurs í Pepsi-deild karla eftir að liðið gerði jafntefli, 1-1, við ÍA á Samsung-vellinum í dag í fyrsta leik tólftu umferðar. Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir með glæsilegu marki í fyrri hálfleik en Garðar Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir Skagamenn sem spiluðu einum færri síðasta klukkutímann eftir að Albert Hafsteinsson var rekinn af velli. Þrátt fyrir að vera í engu leikformi og þá staðreynd að hann lenti á Íslandi seint í gærkvöldi var Guðjón Baldvinsson í byrjunarliði Stjörnunnar í dag. Rúnar Páll ekkert að bíða með að henda týnda syni Garðabæjar í djúpu laugina. Það var líka hárrétt ákvörðun. Guðjón minnti á færni sína og hraða eftir aðeins 40 sekúndur þegar hann sneri á varnarmann ÍA og komst alveg upp að marki Skagamanna þar sem hann missti reyndar boltann frá sér. Stjarnan reyndi mikið að koma boltanum í lappirnar á Guðjóni sem tók vel á móti honum og virkaði ótrúlega snarpur miðað við að hafa ekki spilað mikið undanfarið. Guðjóni var stillt upp í tveggja manna sóknarlínu með Jeppe Hansen. Auðvelt var að velta fyrir sér framtíð Jeppe þegar Guðjón var fenginn til liðsins en með þá tvo frammi ætti liðið að geta skorað fleiri en þrettán mörk í ellefu leikjum eins og það gerði í fyrri umferðinni. Stjarnan stýrði fyrri hálfleiknum þó Skagamenn fengu fyrsta dauðafærið. Gunnar Nielsen gerði þá frábærlega í að verja skalla Ármanns Smára af stuttu færi. Gunnar hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum en tók á honum stóra sínum í eina skiptið sem þess þurfti í fyrri hálfleik. Skaginn varðist flestum sóknarlotum Stjörnunnar í fyrri hálfleik vel. Heimamönnum gekk ekkert að senda háa bolta inn á teiginn þar sem Ármann Smári réði ríkjum í loftinu, en betur gekk Stjörnunni þegar liðið hélt boltanum á gervigrasinu. Heimamenn fengu nokkur skotfæri og fóru illa með aukaspyrnur áður en Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir með glæsilegu marki á 38. mínútu. Hann spólaði sig þá í gegnum nokkra varnarmenn ÍA og skoraði með föstu skoti. Ólafur hljóp inn í miðjan varnarpakkann hjá ÍA en komst í gegn með boltann. Það getur Gunnlaugur Jónsson ekki verið ánægður með. Michael Præst og Pablo Punyed áttu miðjuna fyrir Stjörnuna og þurftu litla hjálp frá þriðja manni í 4-4-2 kerfinu. Það hjálpaði vissulega til að Skaginn var líka að spila með tvo menn á miðjunni, en spurning er hvernig þetta mun ganga á móti betri liðum. Pablo var virkilega góður í leiknum og synd fyrir Garðbæinga að hann gat ekki klárað leikinn. El Salvadorinn var auðvitað að koma úr Gullbikarnum og þá fékk hann högg á lærið í seinni hálfleik. Hann var besti maður leiksins fram að því. Skagamenn urðu fyrir áfalli á 63. mínútu þegar Albert Hafsteinsson fór í klaufalega tæklingu á gulu spjaldi. Valdimar Pálsson, dómari leiksins, gaf honum annað gult spjald eftir smá umhugsunarfrest og hlutirnir farnir úr öskunni í eldinn fyrir gestina. Manni fleiri fengu Stjörnumenn færi til að klára leikinn en Árni Snær Ólafsson varði allt hvað af tók í markinu. Hann var góður í dag; varði frá Guðjóni og Jeppe úr dauðafærum og var fljótur út úr markinu þegar heimamenn voru að sleppa í gegn. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gerði frábæra skiptingur á 73. mínútu. Hún virkaði nokkuð skrítin þar sem ÍA þurfti að skora, en hann tók þá sóknarparið Ásgeir Marteinsson og Arseni Buinickij af velli. Þeir höfðu reyndar ekki afrekað neitt í leiknum. Inn á kom markahrókurinn Garðar Gunnlaugsson sem jafnaði metin, 1-1, þremur mínútum síðar eftir sendingu í gegnum vörnina frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Slakt útspark var kveikjan að markinu en frábærlega gert hjá Jóni og Garðari. Garðar var aldrei að fara að gera neitt annað en að skora þegar hann komst í færið. Hann er svo mikilvægur þessu Skagaliði að orð fá því varla lýst. Eitt skot og eitt mark. Þetta eru Ole Gunnar Solskjær tölur. Lánleysi Stjörnunnar á heimavelli kórónaðist á 84. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sem Guðjón Baldvinsson fiskaði með krafti og áræðni. Ömurlega svekkjandi fyrir Stjörnuna og stuðningsmenn hennar sem létu vel heyra í sér í stúkunni að vanda. Þetta gengi Stjörnumanna á Samsung-vellinum er rannsóknarefni sem enginn í Garðabænum getur útskýrt. Íslandsmeistararnir án sigurs á teppinu og mótið rúmlega hálfnað. Skagamenn taka stiginu fegins henda og fjarlægjast fallsvæðið enn frekar. Þeir misstu ekki trúna í dag og vörðust af miklum krafti með Ármann Smára Björnsson sem sinn besta mann. Hann skallaði svo margar fyrirgjafi frá í dag að það er líklega ennisfar í boltanum eftir hann.Guðjón: Svekkjandi úrslit Guðjón Baldvinsson kom beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar í dag þrátt fyrir að lenda á Íslandi klukkan níu í gærkvöldi. "Þetta kom mér svolítið á óvart en það var bara gaman að spila. Ég hefði þó auðvitað vilja taka sigur hér í dag," sagði Guðjón við Vísi eftir leikinn. Guðjón virkaði nokkur snarpur, en hann átti nokkra góða spretti og komst nálægt því að skora í fyrsta leik sínum fyrir Stjörnuna í efstu deild. "Mér fannst ég nú reyndar frekar þungur en þetta spilaðist ágætlega. Ég vildi skora úr færinu sem ég fékk í seinni hálfleik en annars leið mér bara ágætlega," sagði Guðjón sem var ánægður með að spila fyrir uppeldisfélagið í efstu deild. "Þetta er bara æði. Þetta er flottur búningur, liðið flott og hér eru flottir stuðningsmenn. Það er gaman að vera kominn heim," sagði Guðjón. Stjarnan fékk færin til að klára leikinn og brenndi m.a. af úr vítaspyrnu undir lok leiksins. "Við vorum að spila vel en það vantaði að skora annað mark. Þetta voru svekkjandi úrslit því manni fleiri eigum við auðvitað að loka þessum leik," sagði Guðjón.Gunnlaugur: Þetta var aldrei rautt "Ég er hrikalega stoltur af strákunum," sagði sáttur Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, við Vísi eftir jafnteflið í kvöld. Um skiptinguna sem hann gerði þegar sóknarparið var tekið af velli og Garðar Gunnlaugsson settur inn á sagði hann: "Þessi aðstæða hentar Garðari virkilega vel. Hann kom inn á og gerði það sem hann gerir best." Skagamenn gerðu ekki mikið fram á við þó þeir fengu nokkur færi, en Gunnlaugur var mjög ánægður með hvernig hans menn komu til leiks marki undir í seinni hálfleik. "Mér fannst við vera með stjórn á þessu í seinni hálfleik. Stjörnunni gekk illa að byggja upp spil en auðvitað var heppnin með okkur þegar þeir skutu í stöngina úr vítinu," sagði Gunnlaugur. "Mér fannst við koma virkilega flottir til leiks í seinni hálfleik og það var trú í liðinu. Ég get eiginlega ekki fundið orð fyrir þetta. Holningin á liðinu var þannig að mér fannst við vera að fara að gera eitthvað hér í dag. "Ég reiknaði þá reyndar ekki með rauða spjaldinu en manni færri fengum við stig og strákarnir eiga mikið hrós skilið í dag," sagði Gunnlaugur. Þjálfari Skagamann var mjög ósáttur við að Alberti Hafsteinssyni var hent í bað fyrir tvö gul spjöld. "Mér fannst þeta mjúkt. Ef menn eru að gefa rautt spjald fyrir seinna gula verður brotið nú að vera hressilegt. Mér fannst þetta ekki einu sinni gult spjald," sagði Gunnlaugur en bætti við: "Ég hef reyndar ekki séð þetta aftur þannig ég verð kannski að bíta í það súra epli að hafa rangt fyrir mér."Rúnar: Pirrandi að fá sig þetta mark "Við spiluðum mjög vel þannig það var svekkjandi að klára ekki þennan leik," sagði svekktur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leikinn. "Við fengum færi til að vinna leikinn og spilum í heildina frábærlega þó það var pirrandi að fá á sig þetta mark einum fleiri." Stjörnuþjálfarinn var ánægður með frammistöðu sinna manna, en það gekk flest allt upp hjá Garðbæingum. "Markið kemur eftir útspark hjá okkur; boltinn bara í gegn og mark. Fyrir utan það gekk næstum allt upp en það var pirrandi að fá á sig þetta mark," sagði Rúnar. Jeppe Hansen á framtíð fyrir sér í Garðabænum þrátt fyrir að Guðjón Baldvinsson var fenginn til liðsins. Þeir spiluðu saman frammi en af hverju var Guðjón settur beint í byrjunarliði? "Ég vildi bara meiri kraft í sóknina," sagði Rúnar Páll, og bætti við um framtíð Jeppe: "Ég hefði ekki stillt þeim saman frammi í dag ef það væri ekki planið til framtíðar. Við erum bara að fá Guðjón til að styrkja liðið."Garðar: Fann að þetta var mark um leið og ég skaut Garðar Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í dag, en hann kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmarkið. "Við höfðum trú á þessu allan tímann. Þetta var vel gert hjá okkur," sagði Garðar glaðbeittur við Vísi eftir leikinn. Stjarnan var betri aðilinn í dag en Skagamenn gáfust ekki upp og uppskáru jöfnunarmark þó heppnin hafi verið með þeim þegar Halldór Orri skaut í stöngina úr vítaspyrnu. "Þeir fengu sín færi en við börðumst og hættum aldrei. Það var mikill kraftur í okkur og karakter að koma til baka," sagði Garðar. Markahrókurinn vissi að boltinn væri á leiðinni í netið um leið og hann skaut. "Ég fann það bara þegar ég hitti hann. Þetta er eins og í golfinu; maður veit að höggið er gott um leið og maður slær," sagði hann. Garðar er að koma til baka úr meiðslum en hvenær verður hann klár í að spila 90 mínútur? "Vonandi bara í næsta leik. Gulli verður að taka ákvörðun um það samt," sagði Garðar Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira