Hið svokallaða 4. stig Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 2. júlí 2015 10:51 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um eflingu tónlistarnáms. Nokkur umræða hefur skapast um það frumvarp og almennt um hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarskipan tónlistarmenntunar. Athyglin hefur fyrst og fremst beinst að hugmyndinni um sameiningu tveggja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og sýnist sitt hverjum. Minna hefur verið rætt um fyrirhugaða eflingu náms á svokölluðu fjórða stigi, sem þó er afar mikilvæg umræða í þessu samhengi. Í greinargerð sem fylgir áðurnefndu frumvarpi kemur fram að taka skuli framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála að upphæð 30 milljónir króna og því „...varið til þess að stuðla að lausn á bráðavanda tónlistarskóla sem kenna nemendum sem stunda nám á 4. stigi sem er að jafnaði undanfari náms á háskólastigi.“ Þarna er á ferðinni alvarleg rangfærsla, sem stafar vonandi einvörðungu af misskilningi þess er greinargerðina ritar.Hvergi minnst á fjórða stig Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, almennum hluta, sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2000 kemur fram að tónlistarnám á Íslandi sé skipt í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Að loknu framhaldsnámi tekur við háskólanám. Hvergi er minnst einu orði á umrætt fjórða stig. Framhaldsnám er undanfari háskólanáms, en ekki ofangreint 4. stig. Áður en að tónlistardeild LHÍ var stofnuð árið 2001 gegndi Tónlistarskólinn í Reykjavík hlutverki helstu menntastofnunar landsins á sviði sígildrar tónlistar. Þar tíðkaðist að hljóðfæranemendur lykju námi með burtfarar- eða einleikaraprófi 1 - 2 árum eftir að 7. stigi lauk, en það stig jafngildir nú framhaldsprófi. Þessu námi, eftir 7. stig, fylgdi einnig umtalsvert nám í fræðagreinum. Þrátt fyrir að tónlistardeild LHÍ hafi leyst Tónlistarskólann í Reykjavík (TR) af hólmi sem æðsta tónlistarmenntastofnun landsins hefur TR og fleiri skólar haldið áfram að kenna á þessu óræða hæfnistigi sem ekki er neinn fótur fyrir í aðalnámskránni. TR hefur farið varlega á nafngiftum á sínu námi og einfaldlega kallað það nám að loknu framhaldsstigi á meðan að aðrir tónlistarskólar hafa fullum fetum kallað þessar 4. stigs námsleiðir sínar „háskóladeildir“. Nafngift sem í besta falli er röng og í versta falli dæmi um blekkingu gagnvart nemendum, því þetta nám veitir hvorki háskólagráður né réttindi. Með þessu er alls ekki verið að leggja neinn dóm á námið sjálft, aðeins þá staðreynd að það er ekki háskólanám. LHÍ er eina tónlistarmenntastofnun landsins sem hefur leyfi til að kenna á háskólastigi og hefur uppfyllt allar þær kröfur og skilyrði sem til þess náms eru gerðar, nú síðast í gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Mér þykir því skjóta skökku við að ráðuneyti menntamála hyggist styrkja sérstaklega kennslu, innan almenna tónlistarskólakerfisins, á skólastigi sem Listaháskóli Íslands hefur einn viðurkenningu á og er þar að auki fullfær um að sinna.Hagfelldari leið Tónlistardeild hefur frá stofnun boðið upp á námsleið fyrir unga afburða hljóðfæraleikara, sem enn stunda nám í almennum framhaldsskólum. Það er svokallað Diplómanám, 60 eininga, tveggja ára nám þar sem lögð er sérstök áhersla á að gefa nemandanum mikinn tíma til æfinga og aðaláherslan er lögð á hljóðfæraleik, en minni á fræðigreinar. Nemendur sem lokið hafa diplómanámi frá tónlistardeild LHÍ hafa ýmist haldið til frekara háskólanáms erlendis og hafa þá nýtt möguleikann á að fá einhverjar af einingum sínum metnar erlendis, eða lokið BMus námi við tónlistardeild LHÍ og hafa þá fengið allar þreyttar einingar metnar. Sú leið sem LHÍ býður upp á er því mun hagfelldari fyrir tónlistarnema sem undirbúningur frekara háskólanáms heldur en eitthvert 4. stig. Sterkustu faglegu rökin fyrir stofnun nýs framhaldsskóla í tónlist hafa verið þau að samþjöppun hins hlutfallslega litla framhaldsstigs hafi ýmsa kosti í för með sér. Þau rök verða hinsvegar einskis virði ef ákveðið verður að efla hið óskilgreinda skólastig innan almenna tónlistarskólakerfisins. Með því er vegið harkalega að allri háskólamenntun í tónlist, því skólastigi sem þarfnast samþjöppunar hvað mest. Það er einnig vert að vekja athygli á því fordæmisgildi sem þessi gjörningur kann að hafa, en búast má við því að aðrar skólastofnanir sem kenna listgreinar og jafnvel almennir framhaldsskólar geti gert áþekkar kröfur vegna náms á einhverju sambærilegu við 4. stigið. Ég vil ekki gera lítið úr fjárhagsvanda þeirra tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna að mestu á framhaldsstigi. Hann er mikill og þessir skólar þurfa nauðsynlega á aðstoð yfirvalda að halda. Það verður hinsvegar að gerast með einhverjum öðrum hætti en að styrkja þá til kennslu á námstigi sem á ekki að vera á þeirra könnu. Ríki og sveitarfélög þurfa nauðsynlega að komast að niðurstöðu um hvernig þessu mikilvæga listnámi er hagað. Til þess þarf samráð við fagaðila af öllum námstigum. Við þurfum að fara að líta á tónlistarnám á Íslandi sem eina heild þar sem grunnstig, miðstig, framhaldsstig og háskólastig mynda frjóan, samfelldan farveg fyrir tónlistarnemendur okkar fámennu þjóðar. Gerum flæðið milli framhaldsstigs og háskólastigs einfaldara í stað þess að flækja það enn frekar með þessum óhappagjörningi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun