Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar