Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn sneru dæminu við í seinni hálfleik Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli skrifar 5. júlí 2015 00:01 Kristinn Freyr Sigurðsson hefur leikið vel í sumar. vísir/andri marinó Það eru Valsmenn sem verða eitt af fjórum liðum í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita í Borgunarbikarnum. Víkingur tók á móti þeim í hellirigningu á Víkingsvelli í fjörugum leik í kvöld.Andri MarinóKarlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Ólafur Þórðarsson gerði fjórar breytingar á liði sínu frá Evrópuleiknum gegn Koper á fimmtudaginn. Sterkustu leikmenn Víkings, þeir Igor Taskovic og Rolf Toft sátu á bekknum. Það kom snemma í ljós að Víkingar ætluðu sér að leyfa Valsmönnum að vera með boltann. Þeir sátu þéttir til baka og í fyrri hálfleik fundu Valsarar litlar sem engar glufur á varnarleik Víkinga þrátt fyrir að vera mikið meira með boltann. Í raun gekk leikplan Víkinga fullkomlega upp í fyrri hálfleik enda fóru þeir með 1-0 forystu inn í hann. Á 33. mínútu barst boltinn til Andra Rúnars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Hann gerði sér lítið fyrir og tók viðstöðulaust skot sem söng í markhorni Valsmanna. Glæsilegt mark sem kom upp úr einni af örfáum sóknum Víkinga í fyrri hálfeik. Eitthvað hafa Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson skerpt á sínum mönnum í hálfleik því að Valsmenn mættu í hann af miklum krafti og litu ekki til baka. Patrick Pedersen fékk dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks en skot hans var varið í horn. Úr því horni skoruðu Valsmenn, Kristinn Freyr spyrnti boltanum á nærstöng þar sem mikil umferð var. Thomas Nielsen kom hönd á boltann en inn fyrir línuna fór hann og líklega skrifast þetta mark sem sjálfsmark Danans í marki Víkinga. Valsmenn voru mun líklegri til þess að bæta í en Víkingar að jafna þó að Ólafur Þórðarsson hafi sett þá félaga, Taskovic og Toft, inn á til þess að reyna að ná einhverju út úr þessum leik. Valsmenn héldu áfram að pressa stíft og það bar árangur þegar Iain Williamson af öllum mönnum kom Valsmönnum yfir á 80. mínútu. Bakvörðurinn sem kom inn á sem varamaður var mættir fremstur og potaði boltanum inn af örstuttu færi eftir góða sókn Valsmann. Forystan var verðskulduð en við þetta vöknuðu þó Víkingar og fengu nokkur færi til að jafna leikinn en án árangurs. Leikurinn opnaðist verulega við þessa sóknartilburði Víkings og Valsmenn hefðu getað bætt í á lokamínútum en Thomas Nielsen lokaði á allt saman. Gott gengi Vals heldur því áfram en liðið er taplaust í öllum keppnum síðan 20. maí er liðið tapaði gegn Breiðablik. Víkingum bíður ferðalag til Slóveníu vegna seinni leiks liðsins gegn Koper í Evrópukeppninni en það lið tryggði sér sigur í Meisturum meistaranna í Slóveníu með sigri á Maribor í kvöld eftir vítaspyrnukeppni.Ólafur Jóhannesson: Hugsum ekki lengra en næsta leik Þjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með leik sinna manna: „Ég er mjög sáttur við frammistöðu okkar manna. Við lendum undir en komum til baka og klárum leikinn. Ég er ánægður með það.“ Völsurum gekk illa að brjóta vörn Víkings á bak aftur í fyrri hálfleik en leikur þeirra kom Ólafi þó ekki á óvart: „Við höfum tökin á þessum leik en gekk kannski illa að skapa færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vissum það að þeir myndu ekki pressa hátt á okkur enda duttu þeir langt aftur og voru að halda sínu.“ Augljóst var að Ólafur og Sigurbjörn, aðstoðarþjálfari hans ræddu eitthvað mikilvægt við sína menn í fyrri hálfleik enda komu Valsmenn af krafti inn í seinni hálfleik og uppskáru mark: „Við töluðum um það í hálfleik að byrja af krafti og koma inn marki sem fyrst. Það gekk eftir og við það róaðist okkar leikur.“ Athygli vakti að Ólafur talaði um að Valur væri ekki með hópinn til þess að ná Evrópusæti á þessu tímabili en liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og er einmmitt í góðri stöðu til þess að gera harða atlögu að Evrópusæti. Þarf Ólafur að endurskoða orð sín? „Við förum í næsta leik og hugsum ekki lengra en það. Það er ágætis ról á okkur og ég er tiltölulega sáttur.“ „Mótinu lýkur í október. Ég svara þessu þá.“Ólafur Þórðarsson: Hallaði verulega á okkur í dómgæslunni Þjálfari Víkings var allt annað en sáttur með dómgæsluna hér í kvöld: „Dómgæslan var slök, það er ósköp einfalt. Það er erfitt að spila gegn svona mörgum leikmönnum og vera svo með dómarinn í hina áttina. Það hallaði verulega á okkur í dómgæslunni.“ „Það var brotið á markmanninum okkar í fyrsta markinu. Það snýr leiknum. Í bikarnum er það rosalega dýrmætt. Þeir vita það sem hafa unnið einhverja titla.“ Ólafur gaf þó lítið fyrir að Víkingar hefðu lagt upp með að spila varnarsinnaðan bolta: „Komust við ekki í 1-0? Maður verst þegar maður hefur ekki boltann og sækir þegar maður hefur hann. “ „Þeir jafna áður en við færum okkar framar á völlinn. Eftir að þeir jafna reynum við að sækja mark. Það er ekki spilað til eilífðar í bikarnum. VIð fáum svo á okkur mark sem er algjör aulaskapur.“vísir/stefánValsmenn eru á flottu skriði.vísir/andri marinóVíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Það eru Valsmenn sem verða eitt af fjórum liðum í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita í Borgunarbikarnum. Víkingur tók á móti þeim í hellirigningu á Víkingsvelli í fjörugum leik í kvöld.Andri MarinóKarlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Ólafur Þórðarsson gerði fjórar breytingar á liði sínu frá Evrópuleiknum gegn Koper á fimmtudaginn. Sterkustu leikmenn Víkings, þeir Igor Taskovic og Rolf Toft sátu á bekknum. Það kom snemma í ljós að Víkingar ætluðu sér að leyfa Valsmönnum að vera með boltann. Þeir sátu þéttir til baka og í fyrri hálfleik fundu Valsarar litlar sem engar glufur á varnarleik Víkinga þrátt fyrir að vera mikið meira með boltann. Í raun gekk leikplan Víkinga fullkomlega upp í fyrri hálfleik enda fóru þeir með 1-0 forystu inn í hann. Á 33. mínútu barst boltinn til Andra Rúnars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Hann gerði sér lítið fyrir og tók viðstöðulaust skot sem söng í markhorni Valsmanna. Glæsilegt mark sem kom upp úr einni af örfáum sóknum Víkinga í fyrri hálfeik. Eitthvað hafa Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson skerpt á sínum mönnum í hálfleik því að Valsmenn mættu í hann af miklum krafti og litu ekki til baka. Patrick Pedersen fékk dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks en skot hans var varið í horn. Úr því horni skoruðu Valsmenn, Kristinn Freyr spyrnti boltanum á nærstöng þar sem mikil umferð var. Thomas Nielsen kom hönd á boltann en inn fyrir línuna fór hann og líklega skrifast þetta mark sem sjálfsmark Danans í marki Víkinga. Valsmenn voru mun líklegri til þess að bæta í en Víkingar að jafna þó að Ólafur Þórðarsson hafi sett þá félaga, Taskovic og Toft, inn á til þess að reyna að ná einhverju út úr þessum leik. Valsmenn héldu áfram að pressa stíft og það bar árangur þegar Iain Williamson af öllum mönnum kom Valsmönnum yfir á 80. mínútu. Bakvörðurinn sem kom inn á sem varamaður var mættir fremstur og potaði boltanum inn af örstuttu færi eftir góða sókn Valsmann. Forystan var verðskulduð en við þetta vöknuðu þó Víkingar og fengu nokkur færi til að jafna leikinn en án árangurs. Leikurinn opnaðist verulega við þessa sóknartilburði Víkings og Valsmenn hefðu getað bætt í á lokamínútum en Thomas Nielsen lokaði á allt saman. Gott gengi Vals heldur því áfram en liðið er taplaust í öllum keppnum síðan 20. maí er liðið tapaði gegn Breiðablik. Víkingum bíður ferðalag til Slóveníu vegna seinni leiks liðsins gegn Koper í Evrópukeppninni en það lið tryggði sér sigur í Meisturum meistaranna í Slóveníu með sigri á Maribor í kvöld eftir vítaspyrnukeppni.Ólafur Jóhannesson: Hugsum ekki lengra en næsta leik Þjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með leik sinna manna: „Ég er mjög sáttur við frammistöðu okkar manna. Við lendum undir en komum til baka og klárum leikinn. Ég er ánægður með það.“ Völsurum gekk illa að brjóta vörn Víkings á bak aftur í fyrri hálfleik en leikur þeirra kom Ólafi þó ekki á óvart: „Við höfum tökin á þessum leik en gekk kannski illa að skapa færi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vissum það að þeir myndu ekki pressa hátt á okkur enda duttu þeir langt aftur og voru að halda sínu.“ Augljóst var að Ólafur og Sigurbjörn, aðstoðarþjálfari hans ræddu eitthvað mikilvægt við sína menn í fyrri hálfleik enda komu Valsmenn af krafti inn í seinni hálfleik og uppskáru mark: „Við töluðum um það í hálfleik að byrja af krafti og koma inn marki sem fyrst. Það gekk eftir og við það róaðist okkar leikur.“ Athygli vakti að Ólafur talaði um að Valur væri ekki með hópinn til þess að ná Evrópusæti á þessu tímabili en liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og er einmmitt í góðri stöðu til þess að gera harða atlögu að Evrópusæti. Þarf Ólafur að endurskoða orð sín? „Við förum í næsta leik og hugsum ekki lengra en það. Það er ágætis ról á okkur og ég er tiltölulega sáttur.“ „Mótinu lýkur í október. Ég svara þessu þá.“Ólafur Þórðarsson: Hallaði verulega á okkur í dómgæslunni Þjálfari Víkings var allt annað en sáttur með dómgæsluna hér í kvöld: „Dómgæslan var slök, það er ósköp einfalt. Það er erfitt að spila gegn svona mörgum leikmönnum og vera svo með dómarinn í hina áttina. Það hallaði verulega á okkur í dómgæslunni.“ „Það var brotið á markmanninum okkar í fyrsta markinu. Það snýr leiknum. Í bikarnum er það rosalega dýrmætt. Þeir vita það sem hafa unnið einhverja titla.“ Ólafur gaf þó lítið fyrir að Víkingar hefðu lagt upp með að spila varnarsinnaðan bolta: „Komust við ekki í 1-0? Maður verst þegar maður hefur ekki boltann og sækir þegar maður hefur hann. “ „Þeir jafna áður en við færum okkar framar á völlinn. Eftir að þeir jafna reynum við að sækja mark. Það er ekki spilað til eilífðar í bikarnum. VIð fáum svo á okkur mark sem er algjör aulaskapur.“vísir/stefánValsmenn eru á flottu skriði.vísir/andri marinóVíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira