Bjarni Ben: Tvær leiðir til að horfa á ástandið í stjórnmálum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 10:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum." Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum."
Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira