Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 18:05 Vinningstillagan hefur sætt nokkurri gagnrýni. Vísir Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“ Fornminjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“
Fornminjar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira