Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 18:05 Vinningstillagan hefur sætt nokkurri gagnrýni. Vísir Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“ Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“
Fornminjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira