Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 19:38 Bam Margera í flugvél á leið frá landinu. Vísir/Instagram Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira