Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 19:38 Bam Margera í flugvél á leið frá landinu. Vísir/Instagram Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira