Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 22:30 Brandon Thatch er virkilega öflugur bardagakappi. vísir/getty UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí. MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
UFC-bardagasambandið er búið að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar Nelson til að berjast við á UFC 189-kvöldinu sem fram fer í Las Vegas 11. júlí. Sá hinn sami heitir Brandon Thatch og er 29 ára gamall Bandaríkjamaður, en þetta staðfesti Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við Vísi nú undir kvöld. Gunnar átti að berjast við annan Bandaríkjamann, John Hathaway, og hefur undirbúið sig fyrir bardaga gegn honum. Hathaway meiddist svo á æfingu og var tilkynnt fyrr í kvöld að hann væri hættur við. „Thatch er hærra skrifaður en John Hathaway. Þetta er bara enn meira spennandi fyrir vikið og óhætt að segja að Gunni sé að fá erfiðari andstæðing en hann átti upprunalega að berjast við,“ segir Haraldur . Thatch átti að berjast sama kvöld og Gunnar gegn öðrum mótherja og hefur því verið að æfa stíft. Thatch var einfaldlega færður upp í aðalhluta kvöldsins til að berjast gegn Gunnari. „Þessi strákur er virkilega öflugur bardagamaður og mun betri að klára sína bardaga heldur en Hathaway,“ segir Haraldur Nelson um andstæðing sonar síns. Brandon Thatch á að baki þrettán bardaga í MMA. Hann vann ellefu þeirra og tapaði tveimur, en árangur hans í UFC er 2-1. Hann tapaði síðasta bardaga sínum gegn hinum svakalega öfluga Benson Henderson, fyrrverandi UFC-meistara. Thatch hefur aldrei á sínum atvinnumannaferli klárað bardaga á dómaraúrskurði heldur afgreiðir hann andstæðinga sína með höggum, spörkum eða í gólfinu.UFC 189 þar sem Gunnar Nelson berst og tveir bardagar um heimsmeistaratitla fara fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD 11. júlí.
MMA Tengdar fréttir Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson á fullu með UFC að finna nýjan andstæðing fyrir bardagakvöldið 11. júlí. 23. júní 2015 20:37
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189 Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins. 22. júní 2015 12:30