Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur engar líkur á að Píratar komist til valda. Það yrði mikið áhyggjuefni fyrir land og þjóð. vísir/vilhelm „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“ Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
„Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunnstoðum samfélagsins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við DV í dag. Hann segist þó ekki telja að svo muni fara þrátt fyrir að Píratar séu iðulega stærsti flokkur landsins sé miðað við skoðanakannanir undanfarinna vikna. Sigmundur Davíð prýðir forsíðu DV sem dreift er ókeypis í hús í dag. Hann segir engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir sýni nú. Færi svo, að fylgi Pírata fengi yfir 30% fylgi, „þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, minnir ráðherrann á að flokkurinn sé í raun og veru til þótt vafalítið sé um óþolandi flugu að ræða í tjaldinu. Kvittar hún undir sem Birgitta Moskító.Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.Posted by Birgitta Jónsdóttir on Thursday, June 25, 2015Þá vill ráðherrann ekki spá fyrir um hvort fylgi Framsóknar muni batna áður en kosið verður á nýjan leik eftir tæp tvö ár. Hann vill sömuleiðis ekki svara spurningunni hvort hann myndi hætta sem formaður yrðu úrslit í takt við spár. Fyrir því séu tvær ástæður. „Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið.“ Ráðherrann segir áhyggjuefni hve langt til vinstri Samfylkingin hafi haldið sig undir stjórn síðustu tveggja formanna. Vöntun sé á borgaralegum krataflokki með sterk tengsl við verkalýðshreyfinguna. „Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokkur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgaralegu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“
Alþingi Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15 Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47 Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Piratar þurfa tímarúm til að meta stöðuna. 23. júní 2015 16:15
Píratar langstærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi Píratar er stærsta stjórnmálaaflið á Íslandi ef marka má könnun MMR sem kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. 4. maí 2015 10:47
Píratar stærri en stjórnarflokkarnir til samans Fylgi Pírata mælist nú um 34,1 prósent. Ef kosið yrði í dag fengju Píratar 24 þingmenn kjörna en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hlytu samanlegt 20 þingmenn. 1. júní 2015 22:28