Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 11:53 Þing kemur saman innan skamms til að ræða frumvarpið. vísir/stefán Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00