BHM undirbýr málsókn gegn ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:52 Vísir/Valli „Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Það verða þung skref sem félagsmenn BHM stíga inn á vinnustaði sína hjá ríkinu eftir að hafa verið þvingaðir úr lögmætu verkfalli með lagasetningu Alþingis í gær.“ Bandalag háskólamanna segir Alþingi hafa afnumið samningsrétt þeirra og það sé skýrt brot á stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu. Bandalagið hefur hafið undirbúning málssóknar gegn ríkinu „til þess að fá þessu mannréttindabroti hnekkt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Verkfallsaðgerðir höfðu staðið yfir í tæpar tíu vikur í gær og segir í tilkynningunni að það sé umhugsunarvert að ríkisvaldið hafi ekkert gert til þess að afsýra verkföllum. „Í stað þess að ganga til samninga við BHM dró ríkið bandalagið fyrir dómstóla í því augnamiði að hnekkja verkfallsboðunum. Þeim kröfum hafnaði Félagsdómur með eftirminnilegum hætti. Á 24 samningafundum deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara þokaðist samninganefnd ríkisins aldrei frá forskrift Samtaka atvinnulífsins.“ Í tilkynningunni segir að efni 3. greinar laganna sé lítið annað en ósvífin aðför að ríkisstarfsmönnum. „Samkvæmt henni kannast ríkisvaldið hvorki við að hafa samið við lækna um tæplega 30% launahækkun til rúmlega tveggja ára né heldur við nýlegan samning sinn við framhaldsskólakennara. Ríkið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins samningsumboð ríkisins við starfsfólk sitt.“ BHM segir það vera áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinni nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu. Landsmenn gætu ekki verið án þeirrar þjónustu. „Frá upphafi kjaraviðræðna á liðnu ári hefur samninganefnd BHM lagt sig fram um að skilgreina sameiginlega hagsmuni félagsmanna sinna og ríkisins af því að mæta sanngjörnum kröfum um að háskólamenntun sé metin til launa. Að auki hefur BHM viljað tryggja virkni stofnanasamninga hjá ríkinu en í þeim eru kjör sérfræðinga hjá ríkinu ákvörðuð. Svo virðist sem ríkisvaldið sé með öllu áhugalaust um virkni þeirra samninga. Af því leiðir að launakerfi ríkisstarfsmanna er ekki á vetur setjandi.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira