Enski boltinn

Falcao gæti hent United úr Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radamel Falcao gæti hrellt United í ágúst.
Radamel Falcao gæti hrellt United í ágúst. vísir/getty
Manchester United gæti átt fyrir höndum erfiða viðureign í umspili um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Lærisveinar Louis van Gaal höfnuðu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þurfa því að spila umspilsleiki, heima og að heiman, um sæti í riðlakeppninni.

Eitt af liðunum sem það getur mætt, samkvæmt úttekt BBC í dag, er franska liðið Monaco sem komst í átta liða úrslitin í ár eftir sigur á Arsenal í 16 liða úrslitum.

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao, sem var á láni hjá United frá Monaco, verður ekki áfram á Old Trafford og gæti því snúið aftur og gert sínum gömlu félögum lífið leitt.

Manchester United var ekki í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir 18 ára samfellda veru þar undir stjórn Sir Alex Fergusons.

Síðast þurfti United að fara í forkeppnina fyrir tíu árum, en þá lagði liðið Debrecen frá Ungverjalandi í tveimur viðureignum.

Liðin sem Man. United getur mætt:

Anderlecht, Belgíu (3. sæti)

CSKA Moskva, Rússslandi (2. sæti)

Fenerbache, Tyrklandi (2. sæti)

Monaco, Frakklandi (3. sæti)

Lazio, Ítalíu (3. sæti)

Panathinaikos, Grikklandi (2. sæti)

Sparta Prag, Tékklandi (2. sæti)

Sporting, Portúgal (3. sæti)

Young Boys, Sviss (2. sæti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×