Margrét Rósa hélt upp á afmælið sitt með sínum besta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 14:00 Margrét Rósa fékk afmælissöng og rós eftir leik í gær. vísir/facebook Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið. Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira
Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu Sjá meira