Gullregn í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 06:30 Þórdís Eva kemur í mark. vísir/pjetur Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira