Ísland gæti orðið sigursælasta þjóðin í sögu Smáþjóðaleikanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 08:45 Aníta Hinriksdóttir er búin að vinna gull og brons. vísir/stefán Eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á Smáþjóðaleikunum eru gestgjafar Íslands langefstir á verðlaunatöflunni. Ísland er búið að vinna 25 gullverðlaun, 33 silfur og 22 brons og er í heildina með 80 verðlaun eftir þrjá daga sem verður að teljast ansi gott. Lúxemborg kemur næst með 47 verðlaun (21 gull, 13 silfur og 13 brons) og Kýpur er í þriðja sæti með 33 verðlaun (14 gull, 8 silfur og 11 brons).Fimleikafólkið hefur sópað að sér.vísir/vilhelmGullin hrönnuðust inn t.a.m. á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þar sem íslenskt frjálsíþróttafólk vann sjö greinar af fimmtán og fékk í heildina 18 verðlaun á einni kvöldstund. Sundfólkið okkar hefur einnig verið afskaplega duglegt í verðlaunasöfnun sem og fimleikafólkið sem sópaði að sér verðlaunum í fyrradag Íslenska fólkið er langt frá því hætt að safna verðlaunum, en allt stefnir í tvö gull í golfi, körfuboltalandsliðin bæði fá aldrei minna en silfur og þá eru eftir úrslitakvöld í sundi og frjálsíþróttum.Verðlaunataflan á Smáþjóðaleikunum 2015.mynd/iceland2015.isMeð þessum frábæra árangri til þessa hefur Ísland nálgast Kýpur á listanum yfir flest verðlaun í sögu Smáþjóðaleikanna, en fyrir leikana á Íslandi var Kýpur efst með 1.084 verðlaun (418 gull, 347 silfur og 319 brons). Ísland var með 1.029 verðlaun (414 gull, 307 silfur og 308 brons). Forysta Kýpur í heildarverðlaunum fyrir Smáþjóðaleikana á Íslandi var 55 verðlaun, en nú munar aðeins átta verðlaunum á þjóðunum þegar litið er sögunnar. Kýpur er í heildina 1.117 verðlaun en Ísland 1.109. Það er alls ekki útilokað að Ísland verði sigursælasta þjóðin á Smáþjóðaleikunum þegar þeim lýkur hér heima. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar unnu til fernra gullverðlauna | Myndir Íslensku keppendurnir héldu áfram að gera það gott í fimleikakeppninni á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 3. júní 2015 20:36 Íslendingar í þremur efstu sætunum í golfkeppninni Íslenska karlalandsliðið í golfi er í góðri stöðu eftir annan hring á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 4. júní 2015 16:28 Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Arnar Pétursson kann vel við 3000 m hindrunarhlaup og stefnir á að ná enn lengra. 4. júní 2015 19:54 Hrafnhildur með gull og nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nú rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum. 4. júní 2015 18:23 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á Smáþjóðaleikunum eru gestgjafar Íslands langefstir á verðlaunatöflunni. Ísland er búið að vinna 25 gullverðlaun, 33 silfur og 22 brons og er í heildina með 80 verðlaun eftir þrjá daga sem verður að teljast ansi gott. Lúxemborg kemur næst með 47 verðlaun (21 gull, 13 silfur og 13 brons) og Kýpur er í þriðja sæti með 33 verðlaun (14 gull, 8 silfur og 11 brons).Fimleikafólkið hefur sópað að sér.vísir/vilhelmGullin hrönnuðust inn t.a.m. á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þar sem íslenskt frjálsíþróttafólk vann sjö greinar af fimmtán og fékk í heildina 18 verðlaun á einni kvöldstund. Sundfólkið okkar hefur einnig verið afskaplega duglegt í verðlaunasöfnun sem og fimleikafólkið sem sópaði að sér verðlaunum í fyrradag Íslenska fólkið er langt frá því hætt að safna verðlaunum, en allt stefnir í tvö gull í golfi, körfuboltalandsliðin bæði fá aldrei minna en silfur og þá eru eftir úrslitakvöld í sundi og frjálsíþróttum.Verðlaunataflan á Smáþjóðaleikunum 2015.mynd/iceland2015.isMeð þessum frábæra árangri til þessa hefur Ísland nálgast Kýpur á listanum yfir flest verðlaun í sögu Smáþjóðaleikanna, en fyrir leikana á Íslandi var Kýpur efst með 1.084 verðlaun (418 gull, 347 silfur og 319 brons). Ísland var með 1.029 verðlaun (414 gull, 307 silfur og 308 brons). Forysta Kýpur í heildarverðlaunum fyrir Smáþjóðaleikana á Íslandi var 55 verðlaun, en nú munar aðeins átta verðlaunum á þjóðunum þegar litið er sögunnar. Kýpur er í heildina 1.117 verðlaun en Ísland 1.109. Það er alls ekki útilokað að Ísland verði sigursælasta þjóðin á Smáþjóðaleikunum þegar þeim lýkur hér heima.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar unnu til fernra gullverðlauna | Myndir Íslensku keppendurnir héldu áfram að gera það gott í fimleikakeppninni á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 3. júní 2015 20:36 Íslendingar í þremur efstu sætunum í golfkeppninni Íslenska karlalandsliðið í golfi er í góðri stöðu eftir annan hring á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 4. júní 2015 16:28 Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Arnar Pétursson kann vel við 3000 m hindrunarhlaup og stefnir á að ná enn lengra. 4. júní 2015 19:54 Hrafnhildur með gull og nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nú rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum. 4. júní 2015 18:23 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu til fernra gullverðlauna | Myndir Íslensku keppendurnir héldu áfram að gera það gott í fimleikakeppninni á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 3. júní 2015 20:36
Íslendingar í þremur efstu sætunum í golfkeppninni Íslenska karlalandsliðið í golfi er í góðri stöðu eftir annan hring á Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi þessa dagana. 4. júní 2015 16:28
Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Arnar Pétursson kann vel við 3000 m hindrunarhlaup og stefnir á að ná enn lengra. 4. júní 2015 19:54
Hrafnhildur með gull og nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nú rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum. 4. júní 2015 18:23