Erlent

Dönsku þingkosningarnar: Rauða blokkin mælist nú stærri

Atli Ísleifsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt er með ástæðu til að fagna.
Helle Thorning-Schmidt er með ástæðu til að fagna. Vísir/AFP
Rauða blokkin mælist nú í fyrsta sinn stærri en sú bláa í í könnunum fyrir dönsku þingkosningunum sem fram fara þann 18. júní.

Fylgi Jafnaðarmannaflokks Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra og annarra vinstriflokka hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu vikurnar.

Í nýjustu könnun Gallup mælist rauða blokkin með samtals 50,7 prósent fylgi en sú bláa 49,2 prósent. Færu kosningarnar á þessa leið fengi rauða blokkin 89 þingmenn, en sú bláa 86.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að þetta sé raunar í fyrsta sinn frá því að Thorning-Schmidt tók við embætti forsætisráðherra árið 2011 sem rauða blokkin mælist stærri í könnunum Gallup.

Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 27,6 prósent fylgi í könnuninni og Venstre, flokkur hægriflokks Lars Løkke Rasmussen, 20,7 prósent fylgi.


Tengdar fréttir

Bláa blokkin stærst

Bláa blokkin svokallaða er með meirihluta í skoðanakönnun Berlingske um fylgi stjórnmálaflokkanna í þingkosningum í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×