Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júní 2015 18:41 Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira