Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júní 2015 18:41 Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Verkfall þriggja félaga iðnaðarmanna hefst eftir rúma tvo sólahringa. Náist ekki að semja munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum. Samtök atvinnulífsins slitu í gær kjaraviðræðum við þrjú félög iðnaðarmanna, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsambandið og félag vélstjóra og málmtæknimanna. Félögin hafa boðað sex sólahringja verkfall um sex þúsund félagsmanna sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og veitingafélagi Íslands kæmi verkfall félagsmanna til með að hafa umtalsverð áhrif. Þannig myndi langstærstur hluti allra veitingastaða loka. Einnig myndu flestöll einkarekin mötuneyti loka og allar kjötvinnslur, sem gæti leitt til kjötskorts á fáeinum dögum eða vikum. Þá kæmu flestöll bakarí einnig til með að loka. Verkfall félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins kæmi til með að hafa áhrif á ýmis tækniþjónustu- og framleiðslufyrirtæki. Einnig gæti verkfallið haft áhrif á flugsamgöngur og farsímaþjónusta gæti farið úr skorðum. Þá koma sjónvarps- og útvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins til með að falla niður, en undanþágur verða þó veittar fyrir ýmis konar öryggisþáttum. Hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna fengust þær upplýsingar að verkfallið gæti haft víðtæk áhrif á atvinnulíf um allt land. Þannig gæti þurft að loka vélsmiðjum og ýmsum framleiðslufyrirtækjum. Þá myndi ýmis þjónusta við til dæmis álver og farmskip falla niður. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni en formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir iðnaðarmenn tilbúna til viðræðna hvenær sem er. „Það þýðir ekkert fyrir SA (Samtök atvinnulífsins, innsk. blm.) að ætla sér bara að fara í einhverja fýlu og segja bara, „þeir sem ætla ekki bara að fara eftir þessari einu línu sem við erum búin að ákveða, að það verði ekkert rætt við þá,“ það er bara ekki þannig. Þeir verða að axla þá ábyrgð að bera virðingu fyrir því að það erum við sem erum með samningsumboðið fyrir okkar umbjóðendur og þeir verða bara að mæta okkur á þeim forsendum,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira