Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2015 11:56 Færsla Hildar hefur vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur. Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt og fjarlægði þetta strax í gær þegar ég áttaði mig á því hversu margir misskildu mig og að ég var ekki í aðstöðu til að útskýra þetta. Ég er það ekki heldur núna,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í samtali við Vísi um Facebook-færslu sem hún birti í tilefni sjómannadagsins. Þar sagði Hildur: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar. Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í hópnum Beauty tips á Facebook hefur skapast mikil umræða um færsluna en athugasemdirnar um hana þar eru nú á fjórða hundrað og sitt sýnist hverjum.Færsla Hildar.„Það eru ofbeldismenn í öllum vinnustéttum. Ekkert meira í sjómannastétt en annari. Framhjáhald kvenna er heldur ekkert stétta eða þjóðfélagsstöðubundið,“ segir ein. Önnur tekur upp hanskann fyrir Hildi. „Það getur vel verið að þetta hafi verið óþarfi, en þetta er samt ekki alhæfing, ekki verið að skella skuldinni á heila stétt og almennt ekki verið að gera neitt af því sem margar hafa fabúlerað hér. Þið eruð að lesa allt, allt of mikið út úr þessu.“ Færsla Hildar hefur þá einnig fengið töluverða dreifingu, á Facebook jafnt sem Twitter.Sjá einnig:Ris og fall Hildar Lilliendahl Hildur segir það hafa verið flóknara en hún gerði ráð fyrir útskýra hvað hún átti við –„og fólk tók þetta nærri sér, sem var ekki ætlunin mín,“ bætti hún við. Hún hafi því ákveðið að fjarlægja færsluna í von um að hún tæki ekki athyglina frá þeirri umræðu sem skapaðist í kringum bréf hennar til landlæknis og Vísir greindi frá í gær. Í bréfinu lýsti hún reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. „Ég vil alls ekki að þetta taki athyglina frá hinu málinu eða skemmi þá umræðu frekar, sem er gríðarlega mikilvæg og er í þessum töluðu orðum að hafa áþreifanleg áhrif á líf fjölda kvenna með sömu reynslu,“ segir Hildur.
Tengdar fréttir Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ris og fall Hildar Lilliendahl Síðustu ár hefur Hildur verið áberandi fyrir femíníska baráttu og unnið til verðlauna. Fréttablaðið tók saman ferilinn. 1. mars 2014 00:01
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59
Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Hildur Lilliendahl deilir sögu sinni. "Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin.“ 7. júní 2015 15:42