Birtir bréf sitt til landlæknis: Niðurlægð og berskjölduð eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 15:42 Hildur Lilliendahl. Vísir/Stefán Hildur Lilliendahl birti í gær bréf með færslu á Beauty tips þar sem hún lýsir reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. Bréfið sendi hún landlækni vegna framkomu kvensjúkdómalæknisins þremur árum síðar. Færsla Hildar er enn eitt innleggið inn í byltinguna sem hefur átt sér stað á Beauty tips undanfarnar vikur og gengur undir nafninu #þöggun. Í bréfinu er maðurinn nafngreindur en Hildur segist ekki óttast að nafngreina hann enda hafi hún ekkert að fela. Heimsóknin hafi orsakað viðstöðulausan hroll, klígjutilfinningu, flökurleika og fasta grettu á andlitinu. Hún segir að grátköst og ófáar sturtuferðir hafi fylgt í kjölfar læknisheimsóknarinnar.Sjá einnig: Deila reynslu af nauðgunum og misnotkunFleiri konur kannast við lækninn Hildur lýsti upplifun sinni af heimsókninni til kvensjúkdómalæknsins í bréfinu en hér að neðan hefur nafni hans eða upphafsstöfum verið skipt út fyrir stafinn X. Tugir stúlkna taka undir með Hildi í ummælum undir færslu hennar og segjast hafa lent í sama manni.Hundruð kvenna hafa deilt reynslu sinni af kynferðisofbeldi á Beauty Tips.Vísir/Getty„Ég sagði X frá ástæðu komu minnar og hann bað mig að fara afsíðis, afklæðast að neðan og fara í slopp. Þegar ég kom aftur í sloppnum og stóð á gólfinu bað hann mig að lyfta sloppnum upp að maga og halda honum þar. Þar með þjónaði sloppurinn engum tilgangi öðrum en þeim að skýla efri hluta hettupeysunnar minnar,“ segir Hildur. Hún tók jafnframt fram að hún hafi aldrei fyrir þessa stund átt erfitt með að fara í kvenskoðanir eða þótt þær óþægilegar á nokkurn hátt. Öðru máli gegni um umrædda skoðun en það tók Hildi þrjú ár að safna þeim styrk sem þurfti til að koma upplifunin sinni og kvörtun í orð.Sjá einnig: Hundruð kvenna segja frá ofbeldi„Ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum“ „Ég lagðist á bekkinn og á meðan á skoðuninni stóð tók X tvisvar sinnum með berum höndum um rasskinnarnar á mér til að draga mig nær sér. X beygði andlitið ítrekað niður að kynfærum mínum meðan ég lá á bekknum, en hann var í öll skiptin að teygja sig niður á gólf til að sækja e-ð eða skila einhverju. Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin. Hann sparaði hanskanotkun verulega, notaði m.a. bera hönd til að halda í sundur ytri börmum meðan hann setti í mig gogginn. Tvisvar sinnum strauk hann hendinni niður lærið og sköflunginn á mér.Fleiri konur upplifðu niðurlægingu og skömm eftir að hafa farið til læknisins.NORDICPHOTOS/GETTYHildur segir að til viðbótar þessu hafi maðurinn sýnt takta sem minntu á kynferðislega tilburði. „Þegar hann hélt leggangasónartækinu teinréttu, smokkklæddu og lúbríkeruðu beint fyrir framan mig, horfði til skiptis í augun á mér og á kynfærin í stutta stund og spurði mig svo hvort ég væri einhleyp (nb. hann spurði ekki hvort ég væri í föstu sambandi).“ Landlæknir tók við erindi Hildar og hafði samband við téðan kvensjúkdómalækni sem sagði sig ekki hafa gert neitt rangt. Samkvæmt færslu Hildar á Beauty tips var landlæknir honum um margt ósammála og nefnir hún þar til að mynda að hann hafi ítrekað mikilvægi hanskanotkunar.Nafnbirtingar ódæmdra manna ólögmætar Mikil umræða fór í gang á Beauty tips um nafnbirtingu meintra nauðgara og kynferðisafbrotamanna í kjölfar byltingar á Beauty tips þar sem hundruð stúlkna birtu sögur um nauðganir og kynferðisafbrot undir myllumerkinu þöggun. Í kjölfarið birtu nokkrar stúlkur nöfn manna sem þær vildu skila skömminni til. Refsivert er að fullyrða um refsivert athæfi einstaklings opinberlega nema að fyrirliggi dómur þess efnis. Fréttablaðið ræddi í síðustu viku við lögmann þriggja manna sem hafa leitað réttar síns vegna ummælanna.Sjá einnig: Leita réttar síns vegna ummæla um þá á Beauty tips Hildur birti upphaflega sögu sína á Bland.is þar sem hún lýsti hegðun mannsins en nafngreindi hann ekki. Í kjölfarið segir hún að þrjátíu konur hafi haft samband við sig eftir að hafa lesið söguna en þær höfðu farið í rannsókn hjá sama manni og þekktu lýsingarnar. Maðurinn er nú hættur störfum vegna aldurs. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Hildur Lilliendahl birti í gær bréf með færslu á Beauty tips þar sem hún lýsir reynslu sinni af heimsókn til kvensjúkdómalæknis sem hún fór til fyrir níu árum. Heimsóknin var vond reynsla fyrir Hildi, henni þótti hún niðurlægð og berskjölduð. Bréfið sendi hún landlækni vegna framkomu kvensjúkdómalæknisins þremur árum síðar. Færsla Hildar er enn eitt innleggið inn í byltinguna sem hefur átt sér stað á Beauty tips undanfarnar vikur og gengur undir nafninu #þöggun. Í bréfinu er maðurinn nafngreindur en Hildur segist ekki óttast að nafngreina hann enda hafi hún ekkert að fela. Heimsóknin hafi orsakað viðstöðulausan hroll, klígjutilfinningu, flökurleika og fasta grettu á andlitinu. Hún segir að grátköst og ófáar sturtuferðir hafi fylgt í kjölfar læknisheimsóknarinnar.Sjá einnig: Deila reynslu af nauðgunum og misnotkunFleiri konur kannast við lækninn Hildur lýsti upplifun sinni af heimsókninni til kvensjúkdómalæknsins í bréfinu en hér að neðan hefur nafni hans eða upphafsstöfum verið skipt út fyrir stafinn X. Tugir stúlkna taka undir með Hildi í ummælum undir færslu hennar og segjast hafa lent í sama manni.Hundruð kvenna hafa deilt reynslu sinni af kynferðisofbeldi á Beauty Tips.Vísir/Getty„Ég sagði X frá ástæðu komu minnar og hann bað mig að fara afsíðis, afklæðast að neðan og fara í slopp. Þegar ég kom aftur í sloppnum og stóð á gólfinu bað hann mig að lyfta sloppnum upp að maga og halda honum þar. Þar með þjónaði sloppurinn engum tilgangi öðrum en þeim að skýla efri hluta hettupeysunnar minnar,“ segir Hildur. Hún tók jafnframt fram að hún hafi aldrei fyrir þessa stund átt erfitt með að fara í kvenskoðanir eða þótt þær óþægilegar á nokkurn hátt. Öðru máli gegni um umrædda skoðun en það tók Hildi þrjú ár að safna þeim styrk sem þurfti til að koma upplifunin sinni og kvörtun í orð.Sjá einnig: Hundruð kvenna segja frá ofbeldi„Ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum“ „Ég lagðist á bekkinn og á meðan á skoðuninni stóð tók X tvisvar sinnum með berum höndum um rasskinnarnar á mér til að draga mig nær sér. X beygði andlitið ítrekað niður að kynfærum mínum meðan ég lá á bekknum, en hann var í öll skiptin að teygja sig niður á gólf til að sækja e-ð eða skila einhverju. Nálægð andlits við kynfæri var svo mikil að mér var í öll skiptin verulega brugðið; ég fann fyrir hárinu á honum á innanverðum lærunum og upp við kynfærin. Hann sparaði hanskanotkun verulega, notaði m.a. bera hönd til að halda í sundur ytri börmum meðan hann setti í mig gogginn. Tvisvar sinnum strauk hann hendinni niður lærið og sköflunginn á mér.Fleiri konur upplifðu niðurlægingu og skömm eftir að hafa farið til læknisins.NORDICPHOTOS/GETTYHildur segir að til viðbótar þessu hafi maðurinn sýnt takta sem minntu á kynferðislega tilburði. „Þegar hann hélt leggangasónartækinu teinréttu, smokkklæddu og lúbríkeruðu beint fyrir framan mig, horfði til skiptis í augun á mér og á kynfærin í stutta stund og spurði mig svo hvort ég væri einhleyp (nb. hann spurði ekki hvort ég væri í föstu sambandi).“ Landlæknir tók við erindi Hildar og hafði samband við téðan kvensjúkdómalækni sem sagði sig ekki hafa gert neitt rangt. Samkvæmt færslu Hildar á Beauty tips var landlæknir honum um margt ósammála og nefnir hún þar til að mynda að hann hafi ítrekað mikilvægi hanskanotkunar.Nafnbirtingar ódæmdra manna ólögmætar Mikil umræða fór í gang á Beauty tips um nafnbirtingu meintra nauðgara og kynferðisafbrotamanna í kjölfar byltingar á Beauty tips þar sem hundruð stúlkna birtu sögur um nauðganir og kynferðisafbrot undir myllumerkinu þöggun. Í kjölfarið birtu nokkrar stúlkur nöfn manna sem þær vildu skila skömminni til. Refsivert er að fullyrða um refsivert athæfi einstaklings opinberlega nema að fyrirliggi dómur þess efnis. Fréttablaðið ræddi í síðustu viku við lögmann þriggja manna sem hafa leitað réttar síns vegna ummælanna.Sjá einnig: Leita réttar síns vegna ummæla um þá á Beauty tips Hildur birti upphaflega sögu sína á Bland.is þar sem hún lýsti hegðun mannsins en nafngreindi hann ekki. Í kjölfarið segir hún að þrjátíu konur hafi haft samband við sig eftir að hafa lesið söguna en þær höfðu farið í rannsókn hjá sama manni og þekktu lýsingarnar. Maðurinn er nú hættur störfum vegna aldurs.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira