„Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 19:00 Birnir Sær ráðfærir sig við lögmann sinn. VÍSIR/GVA Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Halldór Jónsson, verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sagði í málflutningsræðu sinni í dag í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að skjólstæðingur sinn hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að farið væri að lögum og reglum í allri starfsemi bankans. Birnir Sær, sem var starfsmaður „á gólfinu”, verðbréfasali í deild eigin viðskipta Kauþings, er ákærður fyrir að hafa stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, Pétri Kristni Guðmarssyni, keypti mikið magn af bréfum í bankanum á ellefu mánaða tímabili fyrir fall hans í október 2008. Eiga verðbréfasalarnir að hafa gert það að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal þeirra Einars Pálma Sigmundssonar, Ingólfs Helgasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar.Fengu fyrirmæli um hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunniEinar Pálmi var forstöðumaður eigin viðskipta og þar af leiðandi næsti yfirmaður Birnis Sæs og Péturs. Verjandi Birnis sagði að óumdeilt í málinu að þeir hafi verið hliðsettir þegar kom að því að taka við fyrirmælum frá stjórnendum bankans. Einar Pálmi hafi hins vegar komið þeim fyrirmælum áleiðis en fram hefur komið við aðalmeðferð málsins að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafði mikil afskipti af starfsemi eigin viðskipta. „Það er ljóst að starfsmenn eigin viðskipta fengu fyrirmæli um það hvernig þeir áttu að haga sér í vinnunni, einkum hvað varðaði kaup og sölur á hlutabréfum í Kaupþingi. Það var allt í takt við stefnu bankans og sætti yfirgripsmiklu eftirliti margra aðila,” sagði Halldór. Nefndi hann að hvorki regluvörður né innra eftirlit bankans hefðu gert athugasemdir við starfsemi eigin viðskipta. Þá hefðu utanaðkomandi eftirlitsaðilar ekki gert það heldur, eins og til dæmis Kauphöllin eða Fjármálaeftirlitið.Klætt í búning markaðsmisnotkunarÞá gagnrýndi hann þá forsendu sem sérstakur saksóknari gæfi sér í ákærunni að starfsemi eigin viðskipta væri ólögleg. Slíkt væri fjarri lagi. Saksóknari “klæddi þetta því í búning markaðsmisnotkunar” og ákærði fyrir heildarháttsemi en það gagnrýndi verjandinn. Sagði hann það lykilatriði að tilgreina hvaða viðskipti væru markaðsmisnotkun en það væri ekki gert í ákæru. Þar að auki beindi Halldór því til dómsins að skoða samhengi á milli kaupa eigin viðskipta á bréfum í Kaupþingi og svo því þegar þau voru seld í stórum utanþingsviðskiptum en fyrir það er ákært í 2. lið ákærunnar. Birnir og Pétur eru þó ekki á meðal ákærðu þar og hefur komið fram við aðalmeðferðina að þeir vissu ekkert um að bankinn seldi eignarhaldsfélögum Kaupþingsbréf með fullri fjármögnun. Þetta ítrekaði verjandi Birnis í dag og sagði að samhengi kaups og sölu skipti gríðarlegu máli þegar meta ætti hvort átt hefði verið við markaðinn. Væri þetta til dæmis niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis og sérfræðinga sem ákæruvaldið sjálft hafði leitað til.Refsing Birnis nú þegar orðin mikilÁður en Halldór lagði málið í dóm fór hann yfir það hversu langan tíma það hefur tekið. „Fyrir ákærða hefur þetta nú tekið 5 ár og að standa í þessu er gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann. Málið hefur aldrei tafist af hans sökum, hann hefur alltaf komið hreint fram bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og alltaf lagt áherslu á að flýta fyrir málinu.” Fór verjandinn fram á það að ef að Birni yrði gerð refsing yrði dómur hans skilorðsbundinn eða að ákvörðun refsingar hans frestað. Bætti Halldór við að refsing hans væri nú þegar orðin mjög mikil vegna málsins og tíminn sem farið hafi farið í málið reynst honum og fjölskyldu erfiður.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07