Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 12:04 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira