Yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga: Býst ekki við miklum tíðindum af samningafundi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. maí 2015 12:04 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga í næstu viku. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býst ekki við miklum tíðindum samningafundi sem fyrirhugaður er á morgun því enn beri of mikið á milli. Um tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingar um land allt ætla að leggja niður að leggja niður störf næsta miðvikudag ef ekki nást kjarasamningar milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinganna er ótímabundið. Stjórnendur Landspítalans hafa lýst því yfir að fordæmalaust ástand skapist á spítalanum ef af verkfallinu verður þar sem meðal annars þurfi að loka eitt hundrað legurýmum og senda sjúklinga heim. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt nú geta komið í veg fyrir það að af verkfallinu verði. „Það hefur lítið miðað í rétta átt þannig að við sjáum ekki að verkfalli verði afstýrt að svo stöddu,“ segir Ólafur.Óásættanlegur munur á launum hjúkrunarfræðinga Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins ætla að hittast á fundi í Karphúsinu á morgun. Ólafur býst þó ekki við miklum tíðindum af þeim fundi þar sem enn beri mjög mikið beri á milli deiluaðila. „Maður vonar náttúrulega bara að eitthvað þokist í rétta átt,“ segir Ólafur. Ólafur segir hjúkrunarfræðinga telja sín laun hafa hækkað minna en annarra síðustu ár og vilja fá það leiðrétt. „Þegar þú skoðar meðaltals dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga miðað við meðal dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra stétta þá munar allt að 14-25% á þessum launum þannig að við lítum á það sem algjörlega óásættanlegt,“ segir Ólafur.Markmiðið að tryggja öryggi sjúklinga Hann segir fimm hundruð af þeim tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðingum sem að leggja niður störf verði á svokölluðum öryggislista. Þeir verði við vinnu til að tryggja lágmarksmönnum á Landspítalanum. „Við munum starfa með öryggi sjúklinga sem heildarmarkmið líkt og við gerum alltaf. Það er náttúrulega hlutverk ríkisstjórnarinnar að tryggja hér öflugt heilbriðigskerfi og ef áfram fer sem horfir þá mun vanta hér hjúkrunarfræðinga í stórum stíl í framtíðinni. Þannig að þetta er bara mjög alvarlegt má og verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira