Opið tækifæri fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna Erna Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2015 12:41 Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Kröfur BHM í kjaraviðræðum við ríki ganga í meginatriðum út á að menntun verði metin til launa annars vegar og hins vegar að sett verði aukið fjármagn í stofnanasamningakerfið sem félagsmenn BHM sem starfa hjá ríkinu búa við. BHM vill stuðla að því að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins. Það hefur verið markmiðið og tekið fram í inngangsorðum undanfarinna kjarasamninga en því miður hefur árangurinn ekki verið eftir því. Kynslóðaskipti eru að verða í mannafla hjá stofnunum ríkisins. Fjöldi starfsmanna er að komast á starfslokaaldur og erfitt kann að reynast að fylla í skörðin þar sem starfsmannavelta er mikil í yngri hópunum. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á launamun milli opinbers og almenns vinnumarkaðar sem mögulegan orsakavald í starfsmannaveltu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis segir orðrétt: „Ríkið þarf að gera sér grein fyrir hvers konar atvinnurekandi það vill vera og hvernig það geti laðað til sín ungt og hæft starfsfólk og haldið því.“ Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er tekið undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a lögð áhersla á að ríkið þurfi að búa yfir framúrskarandi mannauði, að starfsmönnum verði búin góð starfsskilyrði og viðunandi launakjör, án þess þó að ríkið verði leiðandi varðandi laun. Hagsmunir stjórnvalda og BHM fara að megindráttum saman og því ætti að vera hægt að ljúka samningum. Ríkið hefur hins vegar dregið samningaviðræður á langinn á þeim forsendum að ríkið eigi ekki að vera leiðandi í launasetningu. Á meðan eru alvarlegar verkfallsaðgerðir í gangi. Forsendur ríkisins virðast vera meitlaðar í stein þrátt fyrir að öllum sé ljóst að launakerfið sem háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins búa við virki ekki sem skyldi. Til þess að stefna ríkisins um að vera ekki leiðandi varðandi laun á vinnumarkaði gangi upp þarf fyrst að laga það launakerfi sem ríkisstarfsmenn búa við í dag. Út á það ganga kröfur BHM. Nú er tækifærið fyrir ríkið að laga launakerfi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins til framtíðar svo það haldi í og laði til sín hæft starfsfólk.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar