Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 13:45 Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Stefán Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann. Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var meðal annars kallaður á vettvang til að vera starfsfólki innan handar.Ósátt með aðstöðuna „Tækið er bara orðið svo lélegt að við eigum alltaf von á því að það stoppi,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, ein þeirra geislafræðinga sem kallaðir voru út vegna slyssins. „Það er ótrúlegt að þetta skuli hafa komið upp á þessum tíma.“ Eitt sneiðmyndatæki er á Landspítalanum í Fossvogi og annað á spítalanum við Hringbraut. Sigrún bendir á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sneiðmyndatækið bregst. „Þetta er nefnilega einn þátturinn sem er verið að mótmæla. Það eru ekki bara launin, það er vinnuaðstaðan sem er verið að bjóða okkur upp á,“ segir Sigrún. Sem kunnugt er, eru geislafræðingar meðal þeirra hópa innan BHM sem tekið hafa þátt í verkfallsaðgerðum undanfarnar vikur. Sigrún segir þó að ekki hafi staðið á þeim geislafræðingum sem kallaðir voru út vegna slyssins að mæta, en þeir voru á fundi klukkan tíu þegar útkallið barst.Ekki vitað hvort töfin hafi haft áhrif Sneiðmyndatækið er notað til að meta stöðu sjúklinga svo hægt sé að bregðast rétt við. Í þessu tilfelli var ekki hægt að hefja skurðaðgerð á ferðamönnunum tveimur fyrr en tækið var aftur komið í lag. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og sennilega ennþá í skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24