Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Hjörtur Júlíus Hjartarson skrifar 10. maí 2015 18:46 Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. Heilbrigðisráðherra segir það hræðilegt ef veruleikinn er sá að gefa þurfi fyrirmæli frá stjórnvöldum um að okkar veikasta fólki sé sinnt. Landlæknir óskaði í vikunni eftir ástandslýsingu frá heilbrigðisstofnunum af áhrifum verkfallanna. Í svari frá Landspítalanum kemur er dökk mynd dregin upp. Þar segir meðal annars að raunveruleg hætta sé að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja ef ekki verður endir bundin á verkfallið innan tíðar. Erfitt sé að áætla hversu margir séu með illkynja sjúkdóm þar mörg sýni bíði rannsóknar á meinafræðideild. Þá geti frekari bið leitt til þess að læknanlegt krabbamein verði ólæknanlegt þar sem eftirmeðferð krabbameinssjúklinga er ábótavant. Félag geislafræðinga er sérstaklega tekið fyrir í svari Landspítalans. Fulltrúi félagsins í undanþágunefndinni er sagður starfa með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa. Það endurspeglist meðal annars í afgreiðslu undanþágubeiðna og stirðari samskiptum. Þar af leiðandi er mjög erfitt að tryggja öryggi sjúklinga.Ber ykkur ekki siðferðisleg skylda til að tryggja öryggi sjúklinga?„Við erum í löglegu verkfalli. Við erum tilbúin til að koma að og finna leiðir og höfum gert það ítrekað. Við höfum bent á lausnir, við höfum unnið við kúfa á spítalanum með okkar leiðum. Svo hverfa menn alltaf frá því aftur virðist vera. Við veitum undanþágur. Ég veit eiginlega ekki hvað meira við getum lagt meira af mörkum í því máli, ég verð bara að segja eins og er,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga.Getur þú fullyrt að öryggi allra sjúklinga sé tryggt?„Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga. Ég myndi ekki hafa aðgang að því einu sinni til að segja slíkt eða forsendur.“„Forstjóri Landspítalans og yfirlæknar segja að það sé ekki tryggt.“„Þá verðum við að taka hans orð en við höfum bent á leiðir til að hafa samvinnu að vinna úr því svo að þær aðstæður skapist ekki,“ segir Katrín. Landlæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann vildi að ríkisstjórnin stöðvaði verkfallsaðgerðirnar með lagasetningu. Það hugnast heilbrigðisráðherra illa. „Það er orðið eitthvað bogið við hlutina ef við þurfum lög á Íslandi til þess að gefa fyrirmæli um það að okkar veikasta fólki sé sinnt, það er einhver veruleiki sem mér hugnast ekki,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.„En er það ekki veruleikinn sem við búum við?“„Það liggur fyrir að verkfallið hefur gengið svona stóráfallalaust fyrir sig þar til nú að það reynir á undanþágur sem virðast stoppa hjá einu stéttarfélagi. Það er, svo ég segi það bara, orðið mjög hart ef það þarf að setja lög sérstaklega vegna þess að ein undanþágunefnd vinnur með einhverjum allt öðrum hætti en einhverjar aðrar,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira