Hreyfing komin á viðræður VR og Samtaka atvinnulífins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:02 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00
Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00