Hreyfing komin á viðræður VR og Samtaka atvinnulífins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2015 12:02 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Vísir/Anton Brink Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Hreyfing virðist komin á kjaraviðræður Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífins. Formaður VR segist bjartsýnni nú en undanfarið á að deilan leysist áður en til verkfalls kemur. Stíf fundarhöld eru í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Samninganefndir VR og Flóabandalagsins hittu samninganefnd Samtaka atvinnulífsins á fundi klukkan níu í morgun. Fundinum lauk fyrir hádegi. „Fundurinn hér í morgun gekk bara ágætlega. Við vorum fyrst og síðast að fara yfir kynningu frá SA mönnum varðandi vinnutímafyrirkomulagið og þær breytingar og þær greiðslur sem að þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það á móti. Þetta var bara mjög áhugaverð kynning og bara vel framsett og góð og við höfum bara áhuga á því að skoða þetta meira,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR. Hreyfing virðist því komin á kjaraviðræður þeirra og SA.Mikilvægt að ofmeta ekki stöðuna „Ég myndi segja það að það væri komin einhver hreyfing en við verðum samt að passa okkur á því að ofmeta það heldur ekki,“ segir Ólafía. „Við erum nú þegar að að reikna þetta inn í okkar hópa hvaða þýðingu þetta hefur og svona við fyrstu sýn þá virðist þetta hafa ágætis þýðingu inn í hóp VR og LÍV fólksins allavega,“ segir Ólafía. Hún segir samninganefndirnar ætla að funda aftur klukkan hálf níu í fyrramálið. Ólafía segist bjartsýnni nú en að hún hefur verið undanafarið á að það takist að leysa kjaradeilu þeirra og SA áður en til verkfalls kemur. „Ég bara vil bara vekja athygli á því að það er náttúrulega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þessu miklu átök sem að okkur sýnist vera framundan. Þannig að menn verða að setjast niður og yfir þetta verkefni og finna allar leiðir til lausna áður en að þessi verkföll sem að eru fyrirhuguð skella hér á. Það er bara einfaldlega ekki boðlegt að við séum að fara inn í þann veruleika,“ segir Ólafía.Fundað stíft Klukkan tvö hittast samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara. Samninganefnd ríkisins lagði fram óformlegt tilboð á fundi þeirra í gær sem samninganefnd BHM ætlar að svara í dag. Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast svo klukkan þrjú í Karphúsinu. „Ég býst við bara áframhaldandi vangveltum og viðræðum. Það er svo sem ekki komið neitt handfast enn þá sem að hægt er að vinna með,“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00 Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00 Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í gangi eru ótímabundin verkföll hjá nokkrum aðildarfélögum BHM. 12. maí 2015 07:00
Atvinnurekendur vilja alla að borðinu Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. SA segir gildandi boð í takt við kröfu um hækkun lægstu launa. 12. maí 2015 07:00
Þurfa dýralækni með hitamæli Reynslusögur um áhrif yfirstandandi verkfallsaðgerða. 12. maí 2015 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels