Íslenski boltinn

Klúðraði víti og fékk rautt á fimm sekúndum | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jósef fiskaði vítið sem Grindavík fékk.
Jósef fiskaði vítið sem Grindavík fékk. vísir/andri marinó
Haukar unnu Grindavík í fyrstu deild karla í gærkvöldi, en athyglisvert atvik gerðist þegar 68. mínútur voru liðnar af leiknum.

Rauðklædda Hafnarfjarðarliðið kom Haukum yfir á 52. mínútu eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur, en sextán mínútum síðar dró til tíðinda.

Jósef Kristinn Jósefsson fiskaði þá vítaspyrnu og Óli Baldur Bjarnason steig á punktinn. Hann lét Terrance William Dieterich, markvörð Hauka, verja frá sér og lenti svo á honum þegar Óli Baldur ætlaði að hirða frákastið.

Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, dómari leiksins, sá atvikið vel, en hann ákvað að gefa Óla Baldri beint rautt við litla hrifningu gestanna.

Haukar unnu að lokum leikinn 1-0, en atvikið má sjá hér að hér, á vefsíðu Sport-TV. Þetta gerist allt á fimm sekúnda kafla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×