Auknar líkur á sumarþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 12:45 Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira