Auknar líkur á sumarþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 12:45 Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Líkur hafa aukist á að Alþingi starfi áfram í júní vegna mögulegs frumvarps frá fjármálaráðherra um afnám gjaldeyrishafta. Umræðum um virkjanamál verður framhaldið á Alþingi í dag og reiknar forseti þingsins ekki með að henni ljúki í dag. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eiga eldhúsdagsumræður að fara fram á þinginu miðvikudaginn í næstu viku og fresta á þingstörfum hinn 29. maí. Miklar umræður áttu sér stað í síðustu viku um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta og enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá, þar af fjórir stjórnarliðar. Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis reiknar með að umræðurnar taki allan daginn í dag. „Jú, ég geri ráð fyrir því að dagurinn fari í þetta mál. Þetta er auðvitað stórt mál, þetta er umdeilt mál eins og við vitum. Margir hafa mikla þörf af þeim ástæðum að tjá sig um málið,“ segir Einar.Hann geris ér ekki vonir um að umræðunni ljúki í dag og málið því áfram rætt inn í vikuna. Miklar líkur eru á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra freisti þess að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta áður en vorþingi lýkur. Frumvarpið var ekki lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun en ráðherrann hefur sagt að undirbúningur þess væri á lokastigi.Ef frumvarpið kemur fram, eru þá ekki líkur á að þing þurfi að starfa eitthvað inn í sumarið?„Svo kann auðvitað að fara. Ég hef að sjálfsögðu ekki séð þetta frumvarp né veit ég hvenær það verður lagt fram. Við verðum einfaldlega að taka þá stöðu þegar hún er komin upp og við stöndum frammi fyrir því. Ég mun þá auðvitað reyna að ræða það við bæði forystumenn ríkisstjórnarinnar og ekki síður forystumenn þingflokkanna,“ segir forseti Alþingis. Komi frumvarpið fram í þessari viku eða þeirri næstu má telja víst að ríkisstjórnin leggði áherslu á að það fengist afgreitt á yfirstandandi þingi enda yrði að öðrum kosti að leggja málið fyrir Alþingi að nýju á haustþingi. Það eru því líkur á sumarþingi. „Ég hef skilið það svo að þetta mál sé þess eðlis og þannig vaxið að það verði að ljúka því á þessu þingi. Ég á ekki von á öðru en það sé góður skilningur á því. Þarna eru auðvitað miklir hagsmunir í húsi“ segir Einar.Þannig að ef frumvarpið kemur fram yrði sumarþing, menn færu ekki að draga það fram á haustið?„Ég vil bara engu spá um það að málinu óséðu og án þess að hafa haft tækifæri til að ræða þessi mál við forystumenn ríkisstjórnar og þingflokka,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent