Skúli Jón: Maður fær eitthvað auka með KR geninu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 09:30 „Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti