Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 10:34 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Vísir/Valli/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur. Tækni Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur.
Tækni Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent