Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 12:32 Í símtali sem saksóknari hleraði sagði Bjarki að Hreiðar Már byggist við því að fara í fangelsi. Vísir/Pjetur Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira