Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 12:32 Í símtali sem saksóknari hleraði sagði Bjarki að Hreiðar Már byggist við því að fara í fangelsi. Vísir/Pjetur Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur spilað nokkur símtöl fyrir dómi í dag en Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum bankans.Hleruð símtöl spiluð Saksóknari spilaði meðal annars símtal sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Þar ræðir Bjarki við Jóhannes Bjarna Björnsson, lögmann, um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JBB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.“ BD:„Já, já.“ JBB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]“ BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.“ Bjarki og Jóhannes ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JBB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.“ BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.“ Spurður út í þetta símtal sagði Bjarki að það væri síðan 12. apríl 2010 en þá um morguninn hafði Rannsóknarskýrsla Alþingis um bankahrunið komið út. „Fólki var brugðið og mér var líka brugðið vegna þeirra ályktanna sem settar voru fram þar og þessi mynd sem dregin var upp í skýrslunni. [...] Hugmyndir um markaðsmisnotkun [í símtalinu] bera keim af því sem fram kom í rannsóknarskýrslunni og svo mikilli umfjöllun um Stím-málið.“Hreiðar og kannski Siggi í fangelsi Í öðru símtali frá 13. apríl 2010 ræðir Bjarki svo við Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings. Þeir ræða um verkferla vegna viðskipta með Kaupþings með eigin bréf og hver sé ábyrgur fyrir kaupum og sölu hlutabréfanna. Þeir ræða meðal annars aðkomu Hreiðar Más og ábyrgð Bjarka vegna lánveitinga til hlutabréfakaupa. JBS: „Nei, þú sleppur, þetta endar með því að Hreiðar tekur jailið og kannski Siggi. [...] Hreiðar býst við að fara í jailið.“ Bjarki veltir því síðan fyrir sér hvað verði um hann sjálfan og segir svo: „Og auðvitað kem ég alveg til með að engjast. Ef ég er að segja satt og rétt frá kem ég til með að benda svolítið mikið á Hreiðar og það er alveg ömurlegt.“ Björn spurði Bjarka í hvaða tilvikum hann þyrfti að benda á Hreiðar. „Ég er bara þarna að draga ályktanir um að hann hafi komið að sölu á hlutabréfunum, ég veit það ekki fyrir víst.“ Saksóknari spurði hvort hann hefði dregið þær ályktanir út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis. Sagði Bjarki ekki svo hafa verið; þetta hefði verið almennt ályktað.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Stím málið Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira