Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 20:30 Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44
Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40
Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels