Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 20:30 Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44
Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40
Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“