Enski boltinn

Guardiola: Barcelona betra en Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Vísir/Getty
Pep Guardiola er spenntur fyrir því að mæta með lið sitt, Bayern München, á sinn gamla heimavöll í Barcelona þegar félögin eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dregið var í undanúrslitin í morgun en í hinni viðureigninni eigast við Evrópumeistarar Real Madrid og Ítalíumeistarar Juventus.

Guardiola spilaði sjálfur lengi með Barcelona og var svo stjóri liðsins frá 2008 til 2012. Á þeim tíma vann hann Meistaradeildina tvívegis auk fjölda annarra titla.

„Ég naut mikillar velgengni hjá Barcelona en ég er afar ánægður hjá Bayern. Þetta er í góðu lagi mín vegna. Barcelona er auðvitað besta liðið sem er eftir.“

„Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að snúa aftur til Barcelona með Bayern. Það verður afar sérstakt.“

„Ég hef ekkert slæmt að segja um Barcelona. Ég bar aðeins virðingu fyrir félaginu og ég mun aldrei gleyma þessum tveimur leikjum.“

„Við þurfum allt okkar lið til að vinna Barcelona. Trúið mér, það er ekkert lið betra. Þetta er enn sama lið og ár og ég er afar ánægður fyrir hönd Luis Enrique [stjóra Barcelona]. Hann er frábær þjálfari og góð manneskja.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×