Pape: Sól og sandur er stór hluti af mínu lífi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 09:30 Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00