Þarf að loka hótelum ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:00 Um sjötíu prósent starfsmanna Keahótela eru í Starfsgreinasambandinu. Vísir Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48
Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00
95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14
Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26