Horft yfir farinn veg Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. apríl 2015 07:50 Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú eru tæp tvö ár liðin síðan Framsókn tók við völdum. Á þeim tíma höfum við uppfyllt eitt helsta kosningaloforð okkar um að leiðrétta verðtryggð fasteignaveðlán. Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta hag heimilanna, minnka greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur. Þau 99,4% umsækjenda sem fengu umsókn sína samþykkta 23. desember síðastliðinn hafa samþykkt leiðréttinguna. Strax var ráðist í það verkefni að taka til baka svokallaðar Árna Páls skerðingar, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir í júní 2009. Framsókn hefur lagt mikla vinnu í að bæta stöðu leigjenda og gera þeim sem lægstar hafa tekjurnar auðveldara um vik að koma sér þaki yfir höfuðið og fjölga framboði af leiguhúsnæði. Tvö frumvörp eru þegar komin til þingsins en tvö eru föst í kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu. Þegar þau frumvörp koma mun það sýna, svo ekki verði um villst, að ríkur vilji er hjá okkur framsóknarmönnum að bæta stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og einnig þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Byggðamálin skipta miklu. Hafin er vinna við eflingu landsbyggðarinnar með lagningu ljósleiðara. Nútímasamfélag starfar ekki án aðgangs að háhraða interneti. Verkefnið mun leiða til þess að atvinnuskapandi verkefni geta fæðst hvar sem er á landinu vegna áreiðanleika og öryggis í fjarskiptum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu á jafnrétti til búsetu með jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Frumvörp þess efnis hafa nú þegar verið kynnt fyrir þinginu. Það er ekki nema sanngjarnt að íbúar landsbyggðarinnar njóti álíka þjónustu af hendi ríkisins þegar þeir hafa sömu skyldur gagnvart ríkissjóði og aðrir. Leitað hefur verið sátta í orkumálum. Verkefnisstjórn rammaáætlunar, um vernd og orkunýtingu landssvæða, er með til umfjöllunar tæplega þrjátíu kosti sem verða flokkaðir á næstu mánuðum. Eftir u.þ.b. ár verður komin tillaga að niðurstöðu. Þegar búið er að setja kosti á ás verndar eða nýtingar er brýnt að virða þá niðurstöðu, á hvorum endanum sem er. Frumvarp Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra, um stjórnun fiskveiða boðaði meðal annars að sett yrði í lög að fiskveiðiauðlindirnar yrðu í þjóðareign. Verndun og stjórn á nýtingu fiskistofna og annarra lifandi auðlinda hafsins og hafsbotnsins skiptir Íslendinga máli efnahagslega. Það er því miður að stjórnmálunum hafi ekki hafi tekist að sameinast um þetta mikilvæga frumvarp og jafnframt þessa dýrmætu auðlind Íslands sem við eigum auðvitað öll að njóta góðs af. Áhersla Framsóknar í ríkisstjórn verður áfram alþjóðasinnuð. Íslendingar verða að horfa til alls heimsins sem markaðssvæðis og sækja fram, t.d. í gerð samninga um fríverslun, fjárfestingar, loftferðir og tvísköttun, ásamt því að vegabréf Íslendinga opni sem flestar dyr áfram. Við munum vinna með Evrópu í gegnum EES samninginn. Þá ber okkur skylda til að búa þannig um hnútana að utanríkisþjónustan geti gætt mikilvægra hagsmuna landsins á vettvangi erlendis. Ísland á gríðarlega mikið undir því að staðinn sé vörður um landhelgina, landgrunnið, réttinn til sjálfbærrar nýtingar auðlinda og frjáls viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur gerst á aðeins tveimur árum. Það er Framsókn í samfélaginu. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun