Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2015 08:44 Grafík/GarðarSvavar Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira