Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 27. mars 2015 15:07 Aron Kristjánsson er ekki í viðræðum um lengri samning við Guðmund B. og HSÍ. vísir/eva björk/vilhelm „Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
„Ég heyrði af þessu rétt áðan,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þær fregnir að Aron Kristjánsson myndi hætta þjálfun danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn í sumar. Aron er einnig landsliðsþjálfari Íslands en samningur hans við HSÍ rennur út í sumar. „Nú einbeitum við okkur að því að undirbúa liðið fyrir mikilvæga leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2016. Það er því ekkert nýtt í samningaviðræðunum.“ Hann segist ekki útiloka neitt hvað framhaldið varðar en að staðan yrði metin út frá gengi liðsins og hvort það komist á lokakeppni EM í Póllandi. „Við eigum enn eftir að klára okkar umræðu - fara yfir árangurinn og hvert við stefnum. En það er ekki nokkur spurning að ég tel að Aron sé mjög góður kostur fyrir landsliðið.“Aron rætt við Hauka Gamla starfið hans Arons hjá Haukum losnar í sumar þegar Patrekur Jóhannesson lætur af störfum, en Aron viðurkennir í samtali við Vísi að hafa rætt lauslega við sína gömlu yfirmenn á Ásvöllum. „Ég hef rætt lauslega við þá þar sem þessi staða hjá Kolding hefur verið í deiglunni í svolítinn tíma. Maður hefur auðvitað spáð hvað tekur við,“ segir Aron við Vísi. Ljóst er að taki hann við Haukum verður hann ekki áfram landsliðsþjálfari. Það féll í grýttan jarðveg hjá félögunum í deildinni þegar Aron stýrði Haukaliðinu fyrsta árið sitt með landsliðið. „Það er ljóst að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveða sig,“ segir Aron sem endurspeglar orð formannsins um samningaviðræðurnar. „Það hafa engar formlegar viðræður átt sér stað. Maður er bara að einbeita sér að leikjunum í undankeppninni,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira