Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:06 Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36