Vill ekki bólusetja börnin sín Linda Blöndal skrifar 20. febrúar 2015 19:36 Erla Ólafsdóttir, þriggja barna móðir, segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. Mestar áhyggjur hafa þeir af aukaverkunum sem óttast er að geti fylgt bólusetningunni. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í vikunni kom fram að á milli fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Almennt er bólusett fyrir tíu sjúkdómum auk HVP víruss og fyrir tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini.Stór ákvörðun Mikilvægi bólusetninga hefur verið ótvírætt og nefna má næstum útrýmingu mislinga, barnaveiki, kíghósta og lömunarveiki. Þannig hefur verið komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra farsótta. Ákvörðun foreldra um að bólusetja ekki börn sín er stór en stundum telja foreldrar bólusetningarnar hafa skaðað börnin. Erla á tvær dætur, 22ja og 16 ára, og 13 ára son. Elstu dótturina lét hún bólusetja síðast 18 mánaða gamla, hina fram að 18 mánaða aldri en drengurinn hefur aldrei verið bólusettur.Dóttirin breyttist Erla byrjaði að efast um bólusetningar þegar dóttir hennar sýndi miklar breytingar á tali og þroska eftir 18 mánaða stunguna. „Hún talaði ekkert eftir hana, fór að sýna snertifælni og einhverfutilhneygingar. Ég er þroskaþjálfari og sjúkraþjálfari sjálf og hafði unnið á sambýlum fyrir einhverfa svo ég þekki þetta. Það var svo augljóst að breytingarnar urðu þarna, sagði Erla í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóttir Erlu var síðan greind einhverf. Erla segist þó ekki geta útilokað að dóttir hennar hafi fyrir tilviljun orðið einhverf á þessum tímabili. „Auðvitað getur það alltaf verið, maður getur ekkert sannað né afsannað en sem móðir þá tek ég ekki áhættu,“ segir Erla. „Ég hef líka kynnt mér ýmislegt síðan og það tók mig svona átta eða níu ár að virkilega komast að niðurstöðu og hætta þessu alveg“.Læknirinn sá eini neikvæði Umræðan er eldfim og jafnvel hatrömm. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem hafnar bólusetningu fyrir börn sín en óttinn við að það fréttist er mikill hjá þeim og nær enginn vill tjá sig opinberlega af ótta við viðbrögðin og neikvæð viðhorf gagnvart sér. Erla segist ekki mæta neikvæðu viðhorfi gagnvart sinni ákvörðun en þó hafi hún reynslu af því. Bólusett gegn svínaflensu á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fengið neikvæð viðbrögð nema hjá lækninum sem vildi bólusetja son minn,“ segir hún. „En ég trúi því að það sé svo margt annað breytt sem hjálpar okkur. Við erum með meira hreinlæti, gott heilbrigðiskerfi og við erum að bólusetja börn alltof ung fyrir einhverju sem þau gætu ekki einu sinni fengið svona ung. Það þarf að skoða þetta og ræða um þetta.“Ekkert sannað Hún segir son sinn einstaklega hraustan en að börn sín fái að taka sína eigin ákvörðun um bólusetningar þegar þau eldast. „Syni mínum hefur varla verið misdægurt, hann hefur aldrei fengið sýklalyf. Hann er hraustur og það er það sem skiptir máli“. Erla hefur farið á ráðstefnur, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem læknar ræddu bólusetningar og viðar að sér fróðleik reglulega. „Ég held að það sé ekkert sannað, í hvoruga áttina“, segir hún. „Sorgleg“ niðurstaða „Við vitum náttúrulega að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og fólk hugsar þetta örugglega mjög vandlega. En mér finnst það í raun og veru sorglegt að fólk skuli komast að þessari niðurstöðu,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarsviði Landlæknis. „Það er margsannað að afleiðingarnar af sjúkdómunum sem er verið að bólusetja gegn eru miklu, miklu alvarlegri heldur en nokkurn tímann af bólusetningunni.“ Hann bendir á að engin rannsókn hefur sýnt tengsl milli bólusetninga og einhverfu, þó margar hafi verið gerðar. „Vissulega geta sést alvarlegar afleiðingar af bólusetningum en þær eru mjög, mjög sjaldgæfar,“ segir Þórólfur. „Það er kannski einn af fimm hundruð þúsund, einn af milljón jafnvel, sem getur fengið slíkt. Á meðan erum við að sjá að dánartíðni af þessum sjúkdómum er kannski tíu prósent. Það er ólíku saman að jafna.“Meðal þeirra sem hafna bólusetningum hefur verið fullyrt að verið sé að bólusetja börn fyrir sjúkdómum sem smitast eingöngu með kynmökum. Þórolfur segir það alrangt. Hann segir einnig að ekki hafi verið tekin sú afstaða hjá Sóttvarnarlækni að skylda fólk til að bólusetja börnin sín.Viðtalið við Erlu Ólafsdóttur í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Erla Ólafsdóttir, þriggja barna móðir, segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. Mestar áhyggjur hafa þeir af aukaverkunum sem óttast er að geti fylgt bólusetningunni. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í vikunni kom fram að á milli fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Almennt er bólusett fyrir tíu sjúkdómum auk HVP víruss og fyrir tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini.Stór ákvörðun Mikilvægi bólusetninga hefur verið ótvírætt og nefna má næstum útrýmingu mislinga, barnaveiki, kíghósta og lömunarveiki. Þannig hefur verið komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra farsótta. Ákvörðun foreldra um að bólusetja ekki börn sín er stór en stundum telja foreldrar bólusetningarnar hafa skaðað börnin. Erla á tvær dætur, 22ja og 16 ára, og 13 ára son. Elstu dótturina lét hún bólusetja síðast 18 mánaða gamla, hina fram að 18 mánaða aldri en drengurinn hefur aldrei verið bólusettur.Dóttirin breyttist Erla byrjaði að efast um bólusetningar þegar dóttir hennar sýndi miklar breytingar á tali og þroska eftir 18 mánaða stunguna. „Hún talaði ekkert eftir hana, fór að sýna snertifælni og einhverfutilhneygingar. Ég er þroskaþjálfari og sjúkraþjálfari sjálf og hafði unnið á sambýlum fyrir einhverfa svo ég þekki þetta. Það var svo augljóst að breytingarnar urðu þarna, sagði Erla í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóttir Erlu var síðan greind einhverf. Erla segist þó ekki geta útilokað að dóttir hennar hafi fyrir tilviljun orðið einhverf á þessum tímabili. „Auðvitað getur það alltaf verið, maður getur ekkert sannað né afsannað en sem móðir þá tek ég ekki áhættu,“ segir Erla. „Ég hef líka kynnt mér ýmislegt síðan og það tók mig svona átta eða níu ár að virkilega komast að niðurstöðu og hætta þessu alveg“.Læknirinn sá eini neikvæði Umræðan er eldfim og jafnvel hatrömm. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem hafnar bólusetningu fyrir börn sín en óttinn við að það fréttist er mikill hjá þeim og nær enginn vill tjá sig opinberlega af ótta við viðbrögðin og neikvæð viðhorf gagnvart sér. Erla segist ekki mæta neikvæðu viðhorfi gagnvart sinni ákvörðun en þó hafi hún reynslu af því. Bólusett gegn svínaflensu á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fengið neikvæð viðbrögð nema hjá lækninum sem vildi bólusetja son minn,“ segir hún. „En ég trúi því að það sé svo margt annað breytt sem hjálpar okkur. Við erum með meira hreinlæti, gott heilbrigðiskerfi og við erum að bólusetja börn alltof ung fyrir einhverju sem þau gætu ekki einu sinni fengið svona ung. Það þarf að skoða þetta og ræða um þetta.“Ekkert sannað Hún segir son sinn einstaklega hraustan en að börn sín fái að taka sína eigin ákvörðun um bólusetningar þegar þau eldast. „Syni mínum hefur varla verið misdægurt, hann hefur aldrei fengið sýklalyf. Hann er hraustur og það er það sem skiptir máli“. Erla hefur farið á ráðstefnur, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem læknar ræddu bólusetningar og viðar að sér fróðleik reglulega. „Ég held að það sé ekkert sannað, í hvoruga áttina“, segir hún. „Sorgleg“ niðurstaða „Við vitum náttúrulega að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og fólk hugsar þetta örugglega mjög vandlega. En mér finnst það í raun og veru sorglegt að fólk skuli komast að þessari niðurstöðu,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarsviði Landlæknis. „Það er margsannað að afleiðingarnar af sjúkdómunum sem er verið að bólusetja gegn eru miklu, miklu alvarlegri heldur en nokkurn tímann af bólusetningunni.“ Hann bendir á að engin rannsókn hefur sýnt tengsl milli bólusetninga og einhverfu, þó margar hafi verið gerðar. „Vissulega geta sést alvarlegar afleiðingar af bólusetningum en þær eru mjög, mjög sjaldgæfar,“ segir Þórólfur. „Það er kannski einn af fimm hundruð þúsund, einn af milljón jafnvel, sem getur fengið slíkt. Á meðan erum við að sjá að dánartíðni af þessum sjúkdómum er kannski tíu prósent. Það er ólíku saman að jafna.“Meðal þeirra sem hafna bólusetningum hefur verið fullyrt að verið sé að bólusetja börn fyrir sjúkdómum sem smitast eingöngu með kynmökum. Þórolfur segir það alrangt. Hann segir einnig að ekki hafi verið tekin sú afstaða hjá Sóttvarnarlækni að skylda fólk til að bólusetja börnin sín.Viðtalið við Erlu Ólafsdóttur í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira