Körfubolti

Messi áfram vítaskytta Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að gærkvöldið breyti engu um hver verði framvegis vítaskytta liðsins.

Lionel Messi lét verja frá sér víti í 2-1 sigri Börsunga á Manchester City í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Barcelona.

„Til þess að klúðra vítaspyrnu verðurðu að hafa kjark til að taka vítaspyrnur,“ sagði Enrique eftir leikinn í gær en Messi klúðraði tveimur vítaspyrnum í haust - í leik gegn Levante og svo gegn Brasilíu í leik með argentínska landsliðinu.

„Vítaskytta okkar er án nokkurs vafa Lionel Messi. Við höfum fulla trú á hans getu í þeim efnum.“

„Úrslit leiksins voru sanngjörn og við verðum að vera stoltir af sigrinum. Við fengum mörg færi í leiknum og vorum virkilega góðir í fyrri hálfleik. Við erum ánægðir með úrslitin.“


Tengdar fréttir

Suarez afgreiddi Man. City | Sjáðu mörkin

Barcelona er í frábærri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 útisigur á Man. City í fyrri leik liðanna. Barca hefði átt að vinna 1-3 en sjálfur Lionel Messi gerði sig sekan um ótrúleg mistök í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×