Kíghósti viðvarandi vandamál: Yfir sextíu tilfelli á síðustu þremur árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 12:52 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina. Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Bólusett er fyrir kíghósta á Íslandi allt frá þriggja mánaða aldri. Engu að síður h efur reglulega komið upp hrina kíghóstatilfella hér á landi. Á síðasta ári greind ist eitt kíghóstatilfelli en árin 201 2 og 201 3 voru þau yfir þrjátíu hvort ár. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá LandlæknisembættinuVísir/Stefán Bóluefnið ekki nógu gott Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, segir að kíghósti sé viðvarandi vandamál í samfélaginu. Áhersla sé lögð á að vernda ung börn fyrir kíghósta en sjúkdómurinn getur reynst kornabörnum afar erfið ur . „Kíghósti kemur upp alltaf af og til og ástæðan fyrir því er að bólusetningin er ekki nógu góð. Það er ekki nógu gott bóluefni til. Það endist ekki nógu lengi,“ segir hann. „Aðal markmiðið með kíghóstabólusetning u nni er að vernda þessa litlu krakka.“ Bóluefnið endist í skamman tíma samanborið við önnur bóluefni. Þórólfur talar um að mótefnið með bólusetningunni dvíni eftir einhverja mánuði og ár eftir sprautu. „Kíghósti er viðvarandi sjúkdómur í samfélaginu og okkur tekst aldrei með núverandi bóluefnum að útrýma kíghóstanum,“ segir Þórólfur. „Fullorðnir fá kíghósta en þeir fá ekki eins skæðan og litlu börnin. Það eru yngstu börnin, mánaða gömlu krakkarnir, sem fara illa út úr kíghóstanum.“ Hér má sjá yfirlit yfir hvernig drengurinn stækkaði í kringum kíghóstasmitið. Eins og sést hætti hann nánast að stækka fyrst eftir smitið.Vísir Hætti að stækka eftir kíghóstasmit Kíghósti getur haft mikil áhrif á ung börn. Vísir ræddi við móður drengs sem smitaðist af kíghósta þegar hann var nokkurra vikna gamall. Hann er eitt af rúmlega þrjátíu tilfellum sem greindust árið 2013. Þar var drengurinn í einangrun um tíma. Foreldrar drengsins fylgdust vel með þróuninni og reyndu að halda skráningu yfir hóstaköst. Í gögnunum kemur í ljós hvaða áhrif kíghóstinn hafði á burði drengsins til að stækka í takt við vaxtarkúrfu sína. Í gögnum foreldranna sést hvernig drengurinn hættir nánast að stækka fyrstu vikurnar eftir kíghóstasmitið. Það er ekki fyrr en um hálfu ári eftir að drengurinn smitaðist fyrst sem hann náði sér aftur á réttan stað á vaxtarkúrfunni. Hvað er kíghósti? Unglingar og fullorðnir ráða betur við kíghósta en ungabörn. Hjá þeim birtist sjúkdómurinn sem þrálátur hósti. Samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar , WHO, koma á bilinu tuttugu til fjörutíu milljón tilfelli kíghósta upp árlega í heiminum. Í myndbandinu til hliðar má heyra hvernig kíghósti hljómar hjá börnum. Á Íslandi eru börn fyrst bólusett við kíghósta við þriggja mánaða aldur. Bólusetningin er svo endurtekin tveimur mánuðum seinna, aftur við tólf mánaða aldur og svo endurbólusett fjögurra ára og fjórtán ára. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis verndar bóluefnið einstaklinga ekki lengur en í tíu ár og er því möguleiki á smiti síðar um ævina.
Bólusetningar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira